30.10.13

status,gleði,gaman

ÚJÉ það er mikil gleði hér á bæ þar sem að það styttist í komandi mót.

Er svona farin að sjá fyrir endanum á þessu og er bara orðin spennt ótrúlegt en satt ! :)
Á föstudaginn hefst aðalundirbúningurinn, þamba vatn, stúss um helgina, litun hjá henni Kristínu og snyrtitrít hjá Rósunni minni í komandi viku OG slööökun... ljúfa líf.

Ég er líka virkilega stolt af öllum keppnisstelpunum okkar og hlakka til að sjá þær á sviðinu, það að eiga þátt í að koma stelpum í svona ofurform er líka eitthvað sem er sigur fyrir sig.. finnst það eitthvað svo óraunverulegt.
Erum búnar að vera duglegar að birta myndir núna á facebookinu hjá Betri Árangri... tékkit :)


Sit hér að stytta tímann meðan ég bíð eftir henni systir minni til að taka æfingu, er í glæru hælunum mínum því að ég var að æfa mig að labba og pósa.
Svo eðlilegur skóklæðnaður hehe..
Væri til í mæta bara í ræktarskónum upp á svið.. það væri afar hentugt.

Þessi helgi fór samt kannski ekki eins og ég óskaði mér, fékk einhverjar gífurlegar magagbólgur og eyddi sunnudeginum í veikindi.. þurfti að kenna pósunámskeiðið mitt á gólfinu.. hélt ég myndi ekki lifa daginn af og hvað þá meika að keyra heim eftir það, þurfti að leggjast fyrir áður en ég lagði í hann.
En ég fékk þó góðan mat til að koma mér aftur á strik sem var alveg smá mikið gott hehe..

Eitt af því sem mér finnst vera skemmtilegast við mótaundirbúning er hvað við erum alltaf að læra mikið á skrokkinn minn eins og t.d. núna höfum við þurft að auka enn frekar við skammtana mína og breyta matseðlinum og svona þannig að hann henti mér betur og vera á varðbergi með brennsluna.
Fékk dýrindismorgunmat í morgun.. grjón með rúskum út á, Katrín þekkir sína hvað mataræðið varðar.
Væri samt enn skemmtilegra ef þetta væru súkkulaðirúskur með haha..


LUVIT !


Grauuuturinn og Amino :D

Í gær fór ég í heimsókn til hennar Freydísar þar sem ég hef ákveðið að vera ekki í rauða bikiniinu mínu heldur öðru sem við fundum fyrir mig.
Alltaf svo gaman að skoða hjá henni.. er líka virkilega spennt fyrir lokaútkomunni.
Enda er manneskjan snillingur með meiru og lagði ég traust mitt bara í hendurnar á henni haha..

Eeeen ég pósta ekki neinu inn fyrr en á keppnisdaginn sjálfan og þá af heildarlúkkinu og það verður alveg í fyrsta skipti sem ég mun setja það inn á likesíðuna mína, þannig þið verðið að fylgjast með HÉR.
Á náttúrlega svo mikinn snilldar síma núna til að taka myndir.. GALAXY á allan daginn vinninginn mín megin.


Blingbling ALA Freydís.

Svo eru auðvitað smá pælingar í því hvernig hárið og förðunin á að vera, það verður svolítið skrítið að farða bara sjálfa mig en gefur mér jafnframt góðan tíma, þannig ég hvílist líka vel fyrir komandi átök.

Annars er eins og ég segi er ég bara ágætlega stemmd.. kannski fátt að gerast nema vinna og taka grimmar æfingar, fókúsinn bara við mótið og kreiva gott að borða en samt ekki gleyma að hafa gaman af lífinu hehe..

Það er svo fyndið hvað manni langar að borða allan heiminn í þessu ástandi en svo þegar það kemur að því að maður megi það slökknar á allri þessari löngun.
Ég er líka svo lítill sukkari, en ég viðurkenni að mig hefur sjaldan langað jafn mikið í sveittan burger.. vil BÚLLUborgara helst í gær með ísköldu kóki.

Tók mér smá pásu frá færslunni og skellti mér á æfingu.
Mun fara með búlluborgarann í draumaheim og nýja uppáhalds lagið mitt.
Elska að hlusta á svona kósýplaylista í vinnunni með remixum og fann þetta hér.. svolítið öðruvísi en ég bara get ekki hætt að spila það og langar bara að dansa.. kemst í fíling hehe


Þangað til næst
LUV ALE:*

1 ummæli:

  1. þvílíkt kósy lag, gangi þér vel á mótini

    SvaraEyða