3.9.13

smálítiðblogg með beautytipsi

ÞÁ er ég mætt til Krítar víjjj :)

Sit hér í legubekk og hef það fínt um kvöld, búin að tana í döðlur, búin að vinna smá og mátti til að skella í eitt stykki færslu svo að það gleymist ekki.

Herbergið aðeins of djúsí, með of mörgum rúmum og eintómri gleði.

Við gátum samt ekki annað en hlegið þegar við mættum í tékkið í gær þar sem meðalaldurinn var svona um sjötugt en við látum það ekkert á okkur fá.

Ég er farin að trúa því að vampírur séu í raun og veru til og ég sé ein þannig! haha..
Það sem ég elska að vera vakandi á kvöldin..
Held ég hafi ekki sofið neitt um helgina þar sem ég fór í brúðkaupið hennar Rósu sem ég ætla btw að skrifa um í komandi færslu og svo pakka niður, vinna og stúss og vakti frameftir í gær til að vinna..
Bætti þetta samt upp í MISSION TANI í dag.. svolítið ljúft!

Mun skella í góða brúðkaupsfærslu og kannski einhverjum Krítarbloggum :D


Ég á góðri stundu

Ástæðan fyrir því að ég ætlaði samt að blogga var mega gott beautytip sem hún systir mín sagði mér frá.
Hún heyrði einhverstaðar að það að bera laxerolíu á augnhárin geti haft góð áhrif á þau og hafði verið að gera það reglulega og sá góðan mun..
Hún var ekki búin að gera það lengi þangað til nýlega og ég tók eftir svo miklum mun að auðvitað þurfti ég líka að prufa.

Leið mín lá því í næsta apótek.. mér til mikillar gleði er þessi elskulega olía ekki seld nema bakvið borðið, og það er eitthvað smá vandró við að kaupa hana.
Ég þurfti nú aðeins að peppa mig í þetta mission og fá Ísu til að koma með mér..
Toppaði samt allt í heiminum að það var svo strákur sem þurfti að afgreiða mig, ég varð eins og kúkur í framan og rétt svo gat sagt hverju ég væri að leita af haha

Allavega ég las mér svo nánar til um þetta:

*Það sem þú þarft að eiga til staðar er laxerolía frá Gamla Apótekinu og hreinan maskarabursta
*Fínt að nota bara bursta t.d. úr maskara sem þú ert að fara henda en þvo hann upp úr uppþvottalög áður, þannig nærðu fitunni og svona úr honum.

*Svo berðu þetta á þig fyrir svefnin með burstanum.

Er sjálf búin að gera þetta núna í viku og tek strax eftir góðum mun.
Mæli með því að þú prufir :D

Ætlaði bara að hafa þetta stutt.. er farin að vinna smá meira og í kósýtime !

Þangað til næst
LUV ALE :*

10 ummæli:

 1. hvernig mun sérðu á augnhárunum :)?

  SvaraEyða
 2. Langtum þéttari,mýkri, meiri og viðráðanlegri :)

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus3/9/13 21:46

  Jey! Ég er svo mikið að fara prufa þetta :)

  - svo virkar laxerolía líka á slit. Lýsir þau og gerir þau minna áberandi :) Svona fyrir þær sem þurfa á því að halda!

  Kveðja, Halla Björg

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus3/9/13 22:41

  Þú getur fengið laxerolíu frá NOW. Castor oil heitir hún og fæst á ýmsum stöðum. Ég keypti mína í heilsubúðinni sem er inní Blómaval í Skútuvogi. Miklu stærri flaska en þú færð í apótekinu og kostar ekki mikið :) Svo myndi ég googla castor oil og þú færð upp endalaust af sniðugum tipsum ;)

  Kv. Matta

  SvaraEyða
 5. Sæl Matta

  Snilldin eina.. takk fyrir þetta, ætla að tékka á þessu.
  Flott líka fyrir allar sem lesa.. takk svo mikið :D

  Og já Halla beint í næstu búð þetta er snilld !

  SvaraEyða
 6. Nafnlaus4/9/13 10:15

  hér kemur myndband sem sýnir hvernig þú býrð tið augnhára serum http://www.makeupgeek.com/diy/diy-lash-growth-serum-2/

  kv. ein sem kíkir á bloggið þitt öðru hvoru

  SvaraEyða
 7. Snilld takk fyrir þetta líka :D
  Svo gaman þegar kommentin eru svona aktív.. takk fyrir að fylgjast með mér.

  SvaraEyða
 8. Nafnlaus8/9/13 01:29

  Skemmtilegt blogg hjá þér, gaman að fylgjast með ! Las einhvers staðar um daginn frétt þar sem þú talaðir um að þú notaðir Dr. Hauschka vörurnar. Ég væri mikið til í að sjá blogg með smá umfjöllun um þær vörur, s.s. hvað þú notar í því merki og hvernig þér finnst það virka :)
  Kv. Unnur

  SvaraEyða
 9. hæhæ og takk fyrir það :D
  Já ég get græjað það á næstunni.. takk fyrir kommentið svo gaman þegar fólk er að fylgjast með.

  SvaraEyða
 10. Hæ berðu á þig á hverju kvöldi ? :)

  SvaraEyða