20.7.13

Time flies

Það er nú meira sem tímanum líður !

Í dag fór ég í mína fyrstu fitumælingu eftir mótið um páskana, ekki það að við horfum mjög lítið á það sem þær tölur segja.
Lítum frekar á þær sem viðmið fyrir okkur af því ég er að íhuga hvað framhaldið skal vera hvað mót varðar.
Það er líka magnað að við eigum allar mælingarnar mínar frá upphafi og gaman að bera saman nýjustu tölur, þá ummálsmælingar við þær fyrstu.

Á þessum tíma í fyrra var ég rúm 78 kg að hefja niðurskurð fyrir Arnold Classic Europe.
VÁ hvað það er fyndið að hugsa til þess að það sé svo langt liðið..
Í tilefni þess fór ég að skoða gömlu myndina af mér og lesa öll kommentin sem stóðu undir og fékk bara gæsahúð.. svolítið skemmtilegt að eiga þetta til sem hvatningu 


Og ég er svo ánægð ári seinna að hafa komist í gegnum þetta tímabil og þurfa ekki að endurtaka þennan leik á ný haha..
Enda skilaði þetta sér ekki almennilega fyrr en á mótinu um páskana.
Legg mikla vinnu í allar bætingar enda er ég allan ársins hring grjóthörð í æfingunum og borða VEL..
Mataræðið er nr 1,2 og 3 í öllum árangri !!
Það er klárlega eitthvað sem hefur sýnt sig og sannað.
Ég er líka þrjósk og gefst ekki upp og ætla temja mér þetta :D


Ég veit ekki hverstu oft ég hef ætlað að smella góðri færslu hér inn seinustu daga en ákvað að bíða aðeins með það svo mikið af skemmtilegu búið að vera gerast á facebookinu hjá Betri árangri og kannski einum of mikið að bæta við annari færslu líka.

Það birtist viðtal við Katrínu á hun.is sem hún Bryndís Gyða tók varðandi þjálfunina, sögu hennar og síðast en ekki síðst árangursmyndirnar sem okkur þykir svo innilega vænt um, vorum einmitt að bæta við einni framhaldssögu sem er alveg hreint mögnuð.
Einnig er mjög skemmtileg færsla um fitness og gagnrýni sem hún Katrín skrifaði og hægt er að lesa hér.
Að sama sinni birtum við inn nýja árangursmynd en það er alltaf jafn gaman að bæta fleiri myndum þar inn sem hvatningu fyrir aðrar :)

Seinustu helgi voru TAX FREE dagar í flestum snyrtibúðum landsins, sem þýðir veisla fyrir mig.
Týpíst samt að helgina áður var ég búin að fara í góðan leiðangur og bæta við safnið.
En ég var búin að spotta nokkra hluti sem ég ákvað að leyfa mér í tilefni þess að það væri afsláttur.


*Er búin að leita af svona stórum donut lengi og fann hann loksins.
*Elska þennan maskara og kaupi hann alltaf 100% black
*Naglalakkið kostar 500 kall, elska þennan lit heitir Sweet Cosmopolitan
*Augnskuggaduft frá Bare Minerals sem heitir Sex Kitten 
*Augnskugga sem er mjög þekjandi og bursta á endanum frá Bare Minerals, liturinn heitir Copper.
-Elska svona tóna sem ýkja upp bláa litinn í augunum :)

Mig langar alltaf að vera dugleg við að setja inn á likesíðuna mína, instagram og bloggið.
Hef svo gaman af því að skoða svona blogg og instagram hjá útlenskum stelpum sem eru að gefa ráð með mat, æfingar og fleira, en er smá feimin við það.
Að sama sinni hef ég aldrei póstað á facebook árangursmyndum og sagt frá því hvernig gengur í undirbúningi við mót.. ég er líka feimin við það, skrifa bara alltaf eftir á hoho !


Ég hef örugglega sagt það áður en ég ELSKA mat, hollan mat.
Eitt sem ég gæti borðað á hverjum degi eru flatkökur.. er alltaf að finna ný snilldar kombó ofan á þær.

Nýjasta nýtt sem ég hef fengið mér á hverjum degi í þessari viku er flatkaka m/hálfum avacado, smá salti og kjúklingaáleggi.. ómæ svogott!



Ég elska samt líka alveg nammi, já ég.. hver gerir það ekki?!?
Súkkulaði er í mjög miklu uppáhaldi, fæ líka svona æði fyrir eitthverju einu í einhvern tíma.
Nýjasta nýtt er Toblerone :D




Var að vinna í gær og fékk sendan tengil á þannig ís frá þeim og gat ekki hugsað um neitt annað haha..
Langar svo að smakka Valdís en ég hef bara aldrei komist þangað því ég enda bara á að fara í Vesturbæjarís á Grensásveginum því ég bý í Grafarvoginum.




NAMMMM :D

Og svo svona af því að við erum að tala um nammi þá hef ég oft fengið þá spurningu hversu mikið bland í poka ég kaupi mér á nammidegi??
Þó svo að ég haldi mér í formi er ég algjör súkkulaðigrís og fer alltaf í Nammiland á laugardögum og fæ mér súkkulaði í poka.

Fór einmitt í morgun og deili mynd af kvikdinu hér !




Þetta snýst bara um að leyfa sér í hófi og ekki liggja afvelta eftir nammidag.
Annars er ég að spá að henda mér á æfingu og gera eitthvað sniðugt!

Þangað til næst
LUV ALE :*

2 ummæli:

  1. Hvar fékkstu svona stóran donut :) ?

    SvaraEyða
  2. Keypti hann í Hagkaup í Kringlunni :D

    SvaraEyða