2.4.13

Nokkur orð um seinustu daga

Þá er ég mætt á nýjan leik!

Enda fór ég kannski ekkert svo langt, en aftur á móti var
 tíminn til að blogga ekki fyrir hendi, þannig að það fékk að bíða betri tíma..
Þannig gat ég líka mögulega haft meira að segja :D

Þap er nefnilega mál með vexti að ég held ég verði seint þekkt fyrir að fara venjulegar leiðir þegar viðkemur mínum fitnessferli, enda Katrín einn mesti flippkisi sem ég veit um þegar kemur að mér haha..
Hún veit hvað ég er þrjósk og metnaðarfull, svo saman köllum við sko alls ekki allt ömmu okkar og var því ákvörðun tekin mjög stuttu fyrir Íslandsmótið núna um páskana að ég myndi keppa.

Mér finnst alltaf laaaaang skemmtilegast að skrifa góða færslu um það ferli, því þrátt fyrir að ákvörðun var tekin skömmu fyrir mót var leiðin þangað nokkuð löng enda hef ég stöðugt verið að vinna í því að bæta mig frá því ég steig fyrst á svið.

Þar af leiðandi ætla ég að gefa mér góðan tíma í að skrifa þá færslu sem mun vera væntanleg í komandi viku og einnig þakka þeim sem hafa verið mér til halds og traust.
Það er um að gera að fylgjast með :)


Ég sigraði ekki minn flokk en það voru svo sannarlega mjög miklir persónulegir sigrar, bæði líkamlega og andlega unnir svo að ég get ekki annað en verið sátt með mitt <3Ég, Rósa og Auður vinkonur mínar vorum með make up og hárgreiðslustation hér heima fyrir mót, bæði á fimmtudeginum og föstudeginum.
Vaknaði heldur snemma báða dagana enda var biðlisti hjá okkur, bara gaman af því og mikil stemming hjá öllum sem komu til okkar.Þar á meðal var Elva Katrín overall módelfitness vinningshafi og beautybomba, en hún kom svo aftur í förðum hjá mér fyrir myndatöku daginn eftir.

Á laugardeginum áttu svo tveir naggar í uppáhaldi hjá mér afmæli svo að sjálfsögðu skellti ég í Hello Kitty köku og líka bleikar múffur.
Ég verð nú bara að segja að þetta var heldur betur vel heppnuð kaka sem passaði líka svona fínt við dúkinn, servíetturnar og glösin.
Ég fæ alveg fáranlegustu kreivings í kötti og saknaði þess innilega að fá spaghetti þennan stutta tíma, svo ég fékk ósk mína rætta á páskadag.. ég, mamma og litla systir svo alþjóðlegar að við skelltum í dýrindis háklassa spaghetti.
Um hvöldið var það svo dans með uppáhalds Rósu minni og vinkonu hennar Aldísi.ÚJÉ 
Það er sko gaman að vera til þessa dagana enda FULLT að gerast..
Alltaf jafn gaman og mikið að gera í vinnunni.
Svo er þetta að verða real... hef ekki haft tíma til að spá í þessu, hvað þá redda ferðatösku!? og ég á eftir að sækja vegabréfið mitt og bara name it..
En ég er að fara til Boston á fimmtudaginn
vúbbídú !
Stel mynd af countdown frá systir minni sem hún gerði í gær og svona til að setja einn fleiri myndir í bloggið hehehe...


Ég sé gúrmei búðir í hyllingum og er komin með dágóðan innkaupalista.
Þangað til næst...

LUV ALE :*

3 ummæli:

 1. Rósa Sigr.Ásgeirsdóttir2/4/13 21:38

  Vá þú ert bara krúttbomba og getur ALLT ... bakað,málað og ég veit ekkihvað. Ekkert smá flott á sviðinu og hárið svaka flott.

  SvaraEyða
 2. Það er nú ekki leiðinlegt að fylgjast með þér, ekkert smá flott ! Til hamingju með árangurinn þinn :)

  SvaraEyða
 3. Æjj takk fyrir falleg komment báðar tvær :)

  SvaraEyða