6.12.12

All I want for christmas...

Ég trúði því varla þegar ég sat við tölvuna um daginn að vinna og gera ný æfingarprógrom að það væri að detta í desember mánuð !!
Þetta ár er svo sannarlega búið að vera viðburðaríkt en það hefur einhvern vegin bara flogið frá mér.

Ég er rétt svo búin að kaupa jólapappír og kökubæklinga og verður markmiðið að keyra þetta allt í gang strax í dag..
Það þurfa víst að vera gjafir í fallega
HELLO KITTY jólapappírnum sem ég fjárfesti í og svo er ég snillings bakari þótt ég segi sjálf frá..
Man eitt árið þegar ég bakaði sex gúrmei sortir hér ein jólin en efast um að ég missi mig svoleiðis í gleðinni núna, þá eru elsku bestu sörurnar samt algjört MUST :)

Ég er enn ekki að átta mig á þessum mánuði og er engan vegin komin í jólafíling, finnst alveg vanta kósý snjó og minna rok úti.


Langar að vera inni með jólaljósin mín og jólatónlist í slopp og kósýsokkum að baka, er mikill kósýsokka fan og bætti einu góðu pari við safnið um daginn.

Ekta alesokkar


Með kisu víjjj :)

Annars lætur maður sig stundum dreyma og ætla ég að leyfa jólagjafadagraumum mínum að fylgja hér fyrir neðan.
Þar sem flest allt er yfir budgetið sem þessar týpískur jólagjafir kosta hehe..Auðvitað langar mig í bleika kitchen aid af öllum litum, myndi vera falleg viðbót í eldhúsið


Flugmiða til USA, eitthvern heitan stað með fullt af búðum og með því gjaldeyriÞetta er einhver snilld sem fæst bara í USA, svona kúr fyrir augnhárin til að lengja þau.. uuu já takk !
Hef heyrt ótrúlega mikið um þetta og Rósa vinkona mín búin að vera sjá þetta á bloggsíðum hjá mörgum stelpum í Bandaríkjunum sem eru að nota þetta.Gjafabréf í Nasty Gal, þessi búð ómæ get legið á henni og skoðað föt og skó og látið mig dreyma.


Svona krúttlegt og þægilegt mini burstasett frá MAC til að hafa í veskinu og á ferðinni, allir þeir burstar sem ég þarf í þessu veski.

Skartgripirnir frá Sign eru svo aðeins of flottir og í miklu uppáhaldi, væri til í hring með hvítum, bleikum og rauðum steini.


Bleikar UGG bombsur


Maður á aldrei nóg af make up dóti hehe


Gyllt úr með glans og mattri áferð og smá bling
Aðeins of nett myndavél, venjuleg með pro ívafi.. waant

Gæti svosem alveg setið lengur og talið um allt sem mig langar í en læt það ógert í bili, það gæti farið út í öfgar ! heheÞangað til næst
LUV ALE :*

1 ummæli:

  1. http://www.babaria.is/products/ginseng

    Hér er augnháranæring sem á að vera snilld :) var að byrja nota þetta og bíð spennt !

    SvaraEyða