3.10.12

Uppgjör helgarinnar

Kemst ekki hjá því að skrifa færslu eftir helgina enda einu stærsta mótinu í USA lokið og áttu sér stað miklir og spennandi hlutir þar en fyrst...

Það sem ég ætlaði að skrifa um.. alltaf jafn ánægð að fá að vera hluti af Betri árangri, þá bæði sem þjálfari og keppandi..
Ég hef oft verið að grínast í Katrínu og kallað okkur Team Awesome.. gaf henni meira segja í jólagjöf ramma með myndum af okkur í vinningsbikiniinu hennar rauða.. kalla það vinningsbikini þar sem að allir sem hafa keppt í því hafa unnið 1.sæti.


Katrín með 1.sæti á Arnold Classis USA figure F 2010 - vann líka Íslansmeistaratitil í því og 3.sæti á sínu fyrsta móti sem var í Osló 2010.


Telma Rut sem var fyrst í þjálfun fyrir mót hjá Katrínu vann sinn flokk í módelfitness 2010


Ég bikarmeistari í hæðsta flokki í fitness 2011


Freyja Íslandsmeistari 2012

Það er því engin smá saga sem þetta bikini á sér, ég segi að það sé tími til komin að það fari í ramma upp á vegg á skrifstofunni okkar Katrín :D

ALLAVEGA
þá er þetta skemmtileg saga en ég ætlaði samt að segja aðra sögu haha..
Varðandi
Team Awesome, þá skírðum við akkúrat keppnishópinn okkar og liðið sem fer erlendis að keppa því nafni þar sem það getur sennilega reynst erfitt að nota Betri árangur nafnið annarstaðar en hér heima hehe..

Í tilefni þess að flottur og föngulegur hópur fer frá okkur á
Arnold Classic Europe var efnt til myndatöku og létum við gera flottar peysur sem notaðar verða á mótum.
Myndir munu svo birtast hægt og rólega á facebookinu og eru nú þegar tvær komnar inn.



Hægt að lesa betur textann ef smellt er á myndina :)


Peysurnar okkar flottu sem Katrín snillingur hannaði merkingu á.
Ég, Margrét, Maggi, Kristín og Magga :)



Og svo þessi flotti outfit.
Á myndinni eru
Margrét Lára, Kristín Guðlaugs og Magga Edda.. bikiniBOMMBUR með meiru.

Er sko spennt að fá að mála þær fyrir keppnina og sjá þær dilla sér á sviðinu.
Ég fór akkúrat á þetta mót fyrir ári síðan og var það í seinasta skipti sem ég keppti í bikiniflokki.
Þær munu keppa
föstudaginn 12.október og mæli ég svo sannarlega með að fylgjast með updeits á facebookinu hjá okkur.

En svo var eins og fór kannski ekki framhjá neinum sem les bloggið mitt OLYMPIA haldið í Las Vegas um helgina.
Náði að horfa á bikiniflokk á föstudagskvöldinu en steinrotaðist svo yfir rútínum hjá vaxtarrækt karla á laugardeginum þar sem klukkan var orðin heldur mikið.
Hægt er að horfa á allt mótið HÉR og velja þá þann flokk sem þú heldur upp á.

Það er líka athyglisvert að heyra hvað þær sem eru að lýsa mótinu hafa að segja um eins og sviðsframkomu, brúnku, pósur og slíkt :)


Nathalia Melo fór með sigur í bikiniflokki og lenti Nicole Nagrani sem vann í fyrra í öðru sæti..
Eitt orð VÁ sviðsframkoman hennar Nathalia, hún var sko mættust til að vinna !


Erin Stern endurheimti titilinn eftir að hafa tapað fyrir Nicole Wilkins árið áður.

Held mikið upp á Nicole Wilkins því mér finnst svo gaman af facebookinu hennar og hversu mikil hvatning hún er fyrir aðra, ekki það að Erin átti þennan sigur fullkomlega skilin, þvílik útgeislun og kvennleiki sem skín af henni á þessari mynd :)

Miklar bætingar og flottur skurður og segir myndin hér að ofan það sem segja þarf.
Kom mér nokkuð á óvart hvað Nicole var mjúk og liturinn í forkeppninni var alltof dökkur sem sést best ef horft er á replay frá mótinu.



Samanburður topp 3 - Nicole, Erin og Candice .

Það er svo annað nokkuð stórt mót sem þessar skvísur munu mætast í
Indlandi á Sheru Classic núna um helgina.. spennandi að sjá hvernig það svo fer.

Átti afmæli á sunnudaginn og fékk svo fallegan hring frá ástinni minni <3


Elska skartgripi og þá sérstaklega ef þeir hafa eitthver tilfinningarleg tengsl.
Alltaf þegar ég keppi er ég með hringa sem mamma gaf mér, pabbi og Siggi.
Svo þessi fær að fara með næst.. kv væmnust !


Veit ekki hversu mikið ég mun ná að blogga næstu daga þar sem það er mikil vinna framundan og ákvað ég því sömuleiðis að taka mér pásu frá Facebook !!



Ljóti tímaþjófur sem það er og mér líður bara strax mikið betur, alveg komið gott.
Enn verra þegar maður fór að tjilla í þessu í símanum líka takk fyrir.. alltaf að skoða.. já ekki neitt merkilegt !! haha

Farin í háttinn eins og vanalega eftir að hafa bloggað hihi..

Þangað til næs
LUV ALE:*



0 ummæli:

Skrifa ummæli