18.1.12

Viti menn..

já ég kann enn að blogga ! víjjj :D

Er bara búin að vera vinna og ræktast þessa dagana og búa mig undir næsta markmið.. 
Ekkert lítið að gera svona í byrjun janúar og fullt af litlum köttum hjá okkur sem eru byrjaðir í undirbúning fyrir mótið í apríl..!
Svo mikið spennandi og gaman :D


Híhí..!

Annars er nú lítið að frétta af mér þessa dagana nema að ég fór og í Under Armour um daginn og fann þar guðdómlega fallega íþróttapeysu og er in luuuv!
Svo elska ég eina týpu af buxum hjá þeim og á núna þrjár til skipts ef hinar skyldu sko vera í þvotti haha..
Tvær stuttar og svo þessar á myndinni <3


Smá speglapós inn í klefa..!

Annars ætla ég svo að halda pósunámskeið fyrir þær sem stefna á mótið núna um páskana.. Er með svo mikla fullkomnunaráráttu og elska að horfa á myndbönd af mótum á netinu og svo á þeim mótum sem ég hef farið á..
Gleymi aldrei þegar ég fór út fyrir ári á Arnold og var æfandi mig heima eftir myndböndum og svo horfandi á allar stelpurnar baksviðs rétt áður en ég steig á svið..

Ég spái líka hrikalega mikið í heildarlúkkinu og ætla því að fara yfir þetta allt á námskeiðinu sem hægt er að skrá sig á HÉR á þessu fallega formi sem hún Katrín setti upp fyrir mig :)

Svo er perform.is að koma með fullt af nýjum vörum í Hagkaup búðirnar og kynna Amino Energy og er þar risastórt plakat af nagginum sjálfum.. eitthvað svo skrítið að sjá sig sjálfan á svona stóru plakati en ég get ekki verið annað en ánægð.. enda með uppáhalds vörunum mínum :D


Það var að koma nýtt Amino Energy bragð í búðina.. blue raspberry!
Hlakka til að smakka á morgun ;)



Ekkert nema gleði.!

Þangað til næst 
LUV Ale mögulega lélegasti bloggari sem sögur fara af...?

13 ummæli:

  1. Hæhæ :) Hvað kosta þessar buxur hjá þeim í Under Armour :P ?

    SvaraEyða
  2. Hvaða týpa af buxum eru þetta?

    SvaraEyða
  3. Ég kíki alltaf reglulega á bloggið þitt, það er mjög litríkt, myndrænt og skemmtilegt! Dýrka "brúna köttinn" hahaha :)

    SvaraEyða
  4. Orðin hel aminóuð. Illa góður þessi blái ! :) Hlakka til að fara í Hagkaup til að hitta stóru pappa Ale.. er með live útgáfunni alla daga... :)

    SvaraEyða
  5. geggjuð peysa!!

    SvaraEyða
  6. Er þetta amino energy protein drykkur eða hvað eða hvað er þetta :p

    SvaraEyða
  7. Buxurnar eru frá 7990 - 10990 rúmlega :)
    Þessar eru ekki með neinum saumum, bæði til kvart og síðar..
    En takk takk fyrir það Anna :)
    Er svolítið að digga hann líka - kominn í display á facebook hehe..
    Og já Katrín live Amínóuð Ale verður víst að duga í bili.. blái er gúrmei!
    Þetta er orkudrykkur fyrir ræktina getur lesið meira hér:
    http://www.perform.is/product_info.php?products_id=379&osCsid=ueu4chsfj77fpfruqnivh8fhe1

    SvaraEyða
  8. Guðbjörg Lára19/1/12 01:52

    Eg fékk svona buxur í jólagjöf, elska þær :)

    SvaraEyða
  9. Ójá þær eru svo flottar.. á líka öðruvísi þær eru líka snilld :D

    SvaraEyða
  10. Er hægt að kaupa Amino Energy í Hagkaup?

    SvaraEyða
  11. Peysan er geggjuð - er þetta ný vara hjá þeim eða nældiru þér í hana á útsölunni?

    Skemmtilegt blogg og hvetjandi :)

    SvaraEyða
  12. Takk fyrir það:)
    En nei þessi er ný og er að seljast upp hjá þeim.. hún er æði!

    SvaraEyða