24.8.11

Náttúruleg og falleg húð

Ég hef tekið eftir því að konur almennt eru farnar að taka Hollywood stjörnurnar til fyrirmyndar, en þar er mikið lagt upp úr fallegri ljómandi húð.
Hér áður fyrr þótti rosalega smart að vera með matta húð og það var ekki verið að spara lögin af púðrinu ásamt því að meikið var helst keypt í dekksta lit sem völ er á. 

Það er svo oft sem megináhersla er lögð á augun í förðun en mér og mörgum sem ég þekki í þessum bransa finnst algjört MUST að hafa húðina fallega, það vill oft gleymast.
Það er svo margt sem er hægt að kenna í kringum fallega húð og hvað hentar hverri húðtýpu fyrir sig að ég gæti skrifað heila ritgerð hérna en mig langaði til að sýna ykkur eina aðferð sem ég er mjög hrifin af akkúrat núna.

Þetta er svona það sem ég nota dags daglega en ég geymi yfirleitt meikið fyrir aðeins fínni tilefni, svo er þetta líka mjög létt og ég get leyft mér að fara með farðan á mér í ræktina án þess að húðin stíflist sem er mjög gott fyrir ræktardýr eins og mig:D
Þetta eru uppáhalds vörurnar mínar akkúrat núna

*Wonder Powder Gobi frá Make Up Store
*Kanebo bronzing gel nr 2
*Cover all mix frá Make Up Store
*Reflex cover dark frá Make Up Store
*Beam sólarpúður frá Make Up Store
*Must Have kinnalitur frá Make Up Store

*Svo eru þarna tveir burstar frá Make Up Store - annar er Duo foundation brush og hinn er kabuki bursti með lengra skafti.

Skref 1:
Ég byrja á því að setja á mig Kanebo bronzing gelið með Duo Foundation brush. Ástæðan fyrir því að ég nota burstan er að með honum næ ég að bera gelið jafnt og fallega yfir andlitið.
Skref 2:
Því næst nota ég Cover all mixið sem er þrískiptur hyljari. Rauði tónnin í hyljaranum er notaður undir augun til að hylja bauga og bláma og guli tóninn er til að bera á roða og bólur. Ljósi tónnin er svo notaður til að blanda út í hina tvo til að finna rétta litinn fyrir þinn húðtón.
Skref 3:
Þá ber ég á mig Wonder Powder Gobi yfir allt andlitið með kabuki burstanum en það púður er ekki venjulegt púður heldur er það vítamín og steinefnapúður sem aðlagast húðinni. Það er best að nota þéttan bursta eins og kabuki burstan til að vinna púðrið vel inn í húðina líkt og þú bónir það inn í húðina.
Ég elska þetta púður af því það gefur húðinni náttúrulegan og fallegan ljóma og það er hvorki að stífla né þurrka húðina.
Skref 4:
Reflex cover er borin undir augun og niður að kinn, í einskonar þríhyrning. Ein vinsælasta varan í Make Up Store enda algjör snilld. Þetta er eitt af því sem Kim Kardashian er þekkt fyrir, highlight undir augun. 
Reflex cover er einskonar hyljari með litaögnum í sem endurkasta ljósinu sem gerir það að verkum að augnsvæðið ljómar.
Skref 5:
Andlitið skyggt með sólarpúðri, það er ekki til að nota í allt andlitið einungis til að skyggja. 
Skref 6:
Að lokum er gott að brosa smá og bera kinnalitinn á kinnarnar. Uppáhalds kinnaliturinn minn er Must Have sem er á myndinni, hann er ferskju og bleiklitaður. Ég ætla alltaf að vera með einhvern annan en ég fer alltaf í þennan, algjör uppáhalds og hann stendur klárlega undir nafni.
Leyfi þessari mynd að fylgja þar sem hún er alltaf svo flott máluð! Hlakka til að sjá fleiri myndir.

LUV Ale:*

0 ummæli:

Skrifa ummæli