21.6.16

Here comes the sun


Ég er með fiðrildi í maganum af spenningi !

Ekki morgun, heldur hinn... hello sunshine :)




Á fimmtudagsmorgun verður ferðinni haldið til Sunny Tampa til Olinu vinkonu minnar ásamt henni Auði minni. Ég trúi ekki að þessi ferð sé að verða að veruleika og að ég sé að fara sjá almennilega sól. Ég held að ég muni ekki átta mig á því fyrr en ég sest upp í vélina þann daginn.

Þar sem að við verðum í heimahúsi er ég fyrst og fremst að líta á þetta frí til þess að breyta um umhverfi og njóta. Ég ætla ekki alveg að skilja holla og góða lífsstílinn eftir heima. Ég stefni á að vera dugleg að deila ýmsum skemmtilegum æfingum og fleiru með ykkur hér á blogginu mínu, á Snaphcat (alesifnikka) , facebook og Instagram (alesif), þannig það er um að gera að fylgjast með.
Er reyndar ekki búin að vera sú duglegasta upp á síðkastið útaf vinnu og undirbúning fyrir fríið.


Við ætlum að vera duglegar að æfa t.d. úti, borða hollt og hafa gaman... svo verður maður nú að smakka eitthvað af því góðgæti sem að Ameríka hefur upp á að bjóða. Myndi allavega segja að stelpurnar séu "in for a treat" þar sem að ég er mikill gúrmari og mun taka yfirhendina í eldhúsinu og það er eintóm gleði framundan.

Mig langar líka til þess að prufa að taka alveg heilaga hvíld frá æfingum, próteindrykkjum, koffíndrykkjum og hafa fyrir því að vera fín (ekki bara kósý og íþróttaföt) og auðvitað hafa gaman. Sem sagt leyfa líkamanum að núllstilla sig og njóta í botn. Sá einmitt eina af mínum uppáhalds bikinipro, Amanda Latona gera þetta og srkifa um það á Instagram, þú getur lesið Instagram póstinn hennar um þetta HÉR.
Ég neita því ekki að það verður smá áskorun fyrir mig að hvíla æfingarnar en hitt mun ekki vera erfitt. Ég tel það nauðsynlegt fyrir alla sama hvaða hreyfingu þeir stunda að gera þetta reglulega fyrir líkama og sál.

Það er strax komið plan þegar við lendum en þá verður skilað af sér töskum, dottið í burrtio og smá verslunarleiðangur í mallið og Wal Mart. Eitt af markmiðum ferðarinnar verður klárlega að koma ekki heim sem burrito þar sem að slíkur staður var að opna í göngufæri heiman frá Olinu... hættulega nálægt.

Þangað til næst í Florida ;)
Ale Sif 

0 ummæli:

Skrifa ummæli