1.3.16

Af vikunni sem er að líða, nestisveska, hnetusmjör og myndataka


Seinasta vika er alveg búin að fljúga áfram og það er kominn mars..
Það er svo ótrúlega mikið í gangi þessa dagana, en það sem ég elska það. Það er þá sem að ég er í essinu mínu !

Í gær fórum við stelpurnar hjá FitSuccess (Betri Árangri) í myndatöku fyrir nýja vefsíðu sem mun væntanlega fara í loftið í marsmánuð. Það ríkir mikil spenna hér á skrifstofunni fyrir því. Það var ótrúlega gaman að stíga aðeins út fyrir skrifstofuna og brjóta daginn upp með svona skemmtilegu verkefni. Ég sá um förðunina og vorum ég og Ingibjörg módelin fyrir tökuna.
Katrín var svo bakvið tjöldin og stjórnaði tökunni, myndirnar tók Kristbjörg ljósmyndari. Þið getið skoðað Instagramið hennar HÉR.



Ég og Ingibjörg mín glaðar með gærdaginn <3

Það er nú ansi langt síðan ég hef vaðið úr einu yfir í annað í blogginu mínu, þannig það er tími kominn á það. Mig langaði svo að deila með ykkur smá snilld sem ég er búin að uppgötva seinustu daga.

Ég bloggaði náttúrlega um Amino Energy hérna í seinustu færslu og einungis örfáum dögum seinna kom út eitt bragð til viðbótar. Ég var einmitt með leik og gaf slíkan dunk á Snapchatinu mínu (alesifnikka). Mun vonandi vera með fleiri spennandi leiki þar á næstunni í samvinnu við Perform.is.

Annars... AMEN og halelujahhh hvað nýja bragðið Peach Lemonade er gott. Það rataði beint á topplistann minn og skiptist ég því á að drekka það og mitt allra uppáhalds Fruit Fusion. Peach Lemonade fær hér með tíu stjörnur frá Ræktardurginum !


Nýja bragðið fæst í flestum verslunum og Perform.is

Ég hef lengi ekki verslað mér hnetusmjör, þar sem að mér fannst það alltaf vera svo þurrt og fékk ógeð af því.
Eftir að vinkona mín benti mér á nýtt hnetusmjör, ákvað ég að gefa því séns á nýjan leik og keypti mér slíka dollu. Ég held ég þurfi að fara fela dolluna, þar sem að þetta hnetusmjör er virkilega gott og slekkur á allri sykurlöngun.
Ég passa samt að fá mér í hófi og hef því verið að setja 1 msk ofan á epli eða ofan á próteinpönnsurnar mínar.

Það sem gerir það svo einstakt eru "ofur crunchy" hnetubitar með smjörinu.

Þessi tegund fæst í Krónunni í lífræna rekkanum. Það má einnig finna án crunchy molanna. 

Ég er svo mesti skipulagsperri í heiminum og elska nestisveskur á ferðinni. Fer alltaf með mína með mér í vinnunna.
Ég keypti mér eina slíka í Söstrene Grene fyrir ári síðan og fannst hún vera í minna lagi. Þess vegna fór ég í gær og fann nýja og stærri (get loksins borðað meira) djók.. Haha

Nestisveskur eru svo ótrúlega sniðugar fyrir gott skipulag í mataræðinu. Oft kemst maður ekki frá vinnu og svo sparar maður líka pening með því að nesta sig upp fyrir daginn.


Nýja voffanestisveskan on point.

Annars læt ég þetta gott heita í bili.
Þangað til næst,
ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli