27.1.16

Hafrabanana pönnukaka með hunangi


Ég er ótrúlega vanaföst og fæ mér oftast nær sama morgunmatinn, elsku hafragrautinn minn sem ég er búin að vera með æði fyrir seinasta árið. Hann blanda ég á mismunandi máta og geri hann gjarnan extra gúrm á laugardögum.
Ég prufaði að stíga út fyrir vanan seinasta laugardag og græjaði mér hafrabanana pönnuköku með dass af hunangi.
Ég póstaði mynd af pönnsunni á Instagram og Snapchat, en lét enga uppskrift fylgja svo að hér kemur hún.


Hafrabanana pönnukaka

Það sem að þú þarft er:

-3 eggjahvítur

-Heilan banana
-30 g haframjöl (ég notaði tröllahafra)
-Smá kanil, eftir smekk
-1-2 tsk Akasíu hunang
-Non fat cooking sprey

Aðferð:
Ég byrjaði á því að þeyta eggjahvíturnar í smá stund með gaffli og bætti við höfrunum. Því næst bætti ég við helmingnum af banananum við, en hann maukuði ég vel áður og þeytti svo við hafrana og eggjahvíturnar.
Blöndunni smellti ég svo á pönnu sem að ég var búin að spreyja með eldunarspreyinu. Ég steikti eina hliðina vel og setti dass af kanil ofan á þessa blautu áður en ég vippaði pönnukökunni á þá hlið. Þegar pönnukakan var orðin stökk og smá svona "krispí" setti ég hana á disk, skar ofan á hana restina af bananum og dreifði hunanginu yfir.


Það tók enga stund að græja þetta og er allt innihaldið einstaklega hollt og næringarríkt. Hunangið geymi ég hinsvegar sem spari af því að ég vil hafa það í miklu magni og það er lúmskt hitaeiningaríkt.

Njótið vel,
Ale <3


0 ummæli:

Skrifa ummæli