25.10.15

Tímamót

HALLÓ !

Langt síðan seinast.. en það er reyndar góð og gild ástæða fyrir því elskurnar mínar. Mig langaði bara til að rumpa þessum blessuðu húðlyfjum af (sem ég hef skrifað um áður) og endurheimta sjálfa mig.


Seinustu mánuðir hafa verið langir og erfiðir án þess að vera eitthvað dramatísk. Það er náttúrlega mismunandi hvernig lyf leggjast á hvern og einn, en ég myndi segja að ég hafi fengið mjög margar af aukaverkununum. Sumar standa yfir í einungis smá tíma, meðan aðrar eru lengur og sumar allt ferlið eins og t.d. þurrar varir og svo framvegis. Ég er ekki þessi sem nenni að kvarta og harka hlutina frekar að mér. Þannig að þurfa að vera á þessu í 8 og hálfan mánuð voru alveg smá átök.
Er samt sem áður reynslunni ríkari og hef lært ótrúlega mikið jákvætt á þessum tíma, bæði þegar kemur að líkamlegu og andlegu hliðinni.


...En annars AMEN, HALELUJAH og allur pakkinn!
Núna er vika síðan ég kláraði þetta og ég get ekki lýst gleðinni sem fylgdi þvú að taka inn seinasta skammtinn. Núna vona ég bara að árangurinn af lyfjunum sé kominn til þess að vera.. 7,9,13.





Ein gífurlega sátt með að klára seinasta skammtinn.

Það hafa ótrúlega margar stelpur sent mér fyrirspurnir og beðið mig um að skrifa aftur færslu um hvernig lyfin væru að fara í mig núna og hvernig mér líður eftir að ég kláraði. Eins og ég nefndi fyrir ofan er einungis vika síðan, þannig að aukaverkanirnar eru hægt og rólega að fara. Ég vil gefa mér smá tíma til þess að jafna mig til fulls áður en ég legg í slíka færslu, en ég er alveg tilbúin að skrifa um það seinna.

Er allavega á mun betri stað í dag en fyrir viku síðan !
Finn mikin mun á húðinni, augunum, líkamanum og bara lundinni.. er loksins farin að geta æft aftur almennilega og sé fram á að geta málað mig í vikunni eftir 5 mánuða pásu. Það sem ég er SPENNT !!
Er búin að liggja á netinu á kvöldin að horfa á makeup tutorials og læra hellings nýtt. 


Enda kannski svona þegar ég mála mig eftir pásuna haha..

Annars er gaman að segja frá því að ég stend á miklum tímamótum.
Mér bauðst það skemmtilega tækifæri að færa mig frá DV yfir til Bleikt.is sem nú hefur einnig fært sig yfir á prent. Ótrúlega gaman að fá að vera hluti af nýjum verkefnum og tók ég tilboðinu fagnandi. Bleikt.is blaðið er borið út FRÍTT inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum og má einnig lesa blaðið á síðunni.
Ég er mjög spennt fyrir þessu og mér finnst gaman hversu mikið blaðið höfðar til kvenna, enda algjör stelpustelpa sjálf.

Mín fyrsta grein birtist í blaðinu í gær og var það einskonar kynning á mér og mínum dálki.
Það má lesa um mig á blaðsíðu númer sex og þú finnur netútgáfuna af blaðinu HÉR.


Það eru svo góðir, spennandi og skemmtilegir tímar framundan. Hlakka til að vera duglegri að deila fróðleik og gleði með ykkur.. ein aðeins of jákvæð hehe..

LOVE
Ale Pollýanna <3

2 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Hvenær geriru næstu færslu er buinn að biða og biða en bið spennt þú ert æði ❤����
    Kv.Filippia

    SvaraEyða