14.7.15

Ræktarplaylist, Casper, teygjur, rassar og almenn snilld


Ég trúi ekki að sumarið sé meira en hálfnað !!
En það hlakkar reyndar svolítið í mér við tilhugsunina (grimma), því þannig er ég enn nær því að klára þennan blessaða lyfjakúr minn, hægt að lesa HÉR. 


Kláraði einmitt fimmta mánuðinn minn seinasta sunnudag og því einungis þrír mánuðir eftir. Ég var svo glöð að ég var korteri frá því að henda í kökuboð til að halda upp á þennan merka áfanga hoho. Ekki skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur, en ég reyni að minna mig á hversu mikils virði þetta verður á endanum. Get ekkert verið í sólinni, fengið smá d vítamín og notið lífsins. Þannig ég hangi bara inni og reyndar mæti á æfingar, sem er alveg að bjarga mér.
Er orðin gegnsæ af inniverunni og líður helst eins og sjötugri konu, held að næsta skrefið sé að fá mér kött eða jafnvel sækja um elliheimili.





Ég á æfingu í morgun ;)


Það er annars allt eitthvað svo rólegt yfir samfélagsmiðlum yfir sumartímann og ég hef frá ansi litlu að segja, þannig ég ætla að hafa bloggið on the side yfir sumartímann og keyra það svo á fullt þegar kemur að haustinu og deila þá ýmisskonar þekkingu sem mun nýtast öðrum og ná til fleirri.  Finnst flestir vera eitthvað andlausir þegar kemur að hollum og heilbrigðum lífsstíl, sérstaklega ef marka má ræktina þessa dagana. Ófá skiptin sem ég hef hreinlega verið ein í tækjasalnum þessa dagana.

Ég gef annars ekkert eftir í skrifum mínum í DV og held instagraminu og likesíðunni heitri á meðan. Birti einmitt grein með góðum rassaæfingum og leiðbeiningum í DV í seinustu viku og í blaðinu þeirra þessa vikuna fjalla ég um mikilvægi þess að teygja. Til þess að styðja mál mitt, fékk ég kírópraktorinn minn, hann Gumma til þess að svara nokkrum spurnningum. Þá grein er hægt að lesa að fullu HÉR. Svo er reyndar ýmislegt spennandi í pokahorninu sem ég mun deila með ykkur, þegar að því kemur.




Rassaæfingarnar



Teygjur


Svona í tilefni þess að það vanti smá ræktaranda í flesta, þá deili ég með mínum uppáhalds lögum í ræktina þessa dagana. Ég veit fátt meira peppandi en að uppfæra playlistan á ipodinum fyrir grjótaðar æfingar.

PEPP FRÁ MÉR TIL ÞÍN

1. Show me love (edx's Indian summer remix) - Sam Feldt

OKEI þetta lag, það er bara geggjað !
Langar að fara á dansgólfið við að blasta því hehe..


2. Hallelujah - Panic! at the disco
Ég var smá emokid hér á árum áður og þessi hljómsveit einmitt mjög vinsæl á þeim tíma. Fékk smá nostalgíu við að heyra þetta nýja lag frá þeim og fíla það í döðlur.

3.Outlines (Future house) - Mike Mago & Dragonette
Það er nauðsynlegt að hafa eitt skinkulag á playlistanum.

4. The night is still young - Nicki Minaj
Okei höfum skinkulögin tvö hoho


5.Intoxicated - Martin Solveig & GTA
Nokkuð góður taktur í þessu lagi

6. Make me feel better  - Alex Adair
Ég ELSKA þegar þetta lag kemur á shuffle.. það lætur manni bara líða betur ;)

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra, þið vitið allavega núna að ég er enn á lífi.

Þangað til næst,
LOVE ALE <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli