11.2.15

Ein leið til að gera fínar augabrúnir


Það eru til ýmsir varningar til að móta augabrúnirnar og hef ég prufað ýmislegt.
Síðan ég kynntist vörunum frá Anastasiu fyrir sirka ári síðan þegar ég var að flétta í gegnum bestsellers hjá sephora.com fyrir Boston ferðina mína, hef ég ekki þurft að leita lengra þar sem þær eru snilld !
Ég hef alltaf birgt mig vel upp þegar ég fer til að eiga alltaf til á lagernum mínum fyrir vinuna og mig sjálfa.

Ég sá að það er svo byrjað að selja þær inn á nola.is
Sem gerir lífið aðeins auðveldara :)

Annars eru aðferðirnar sömuleiðis mismunandi eins og vörurnar eru margar.
Ég rak augun í þessa mynd fyrir neðan og hefur langað til að prufa en átti ekki nægilega ljósan lit til að skyggja.Hér eru þær sem sagt formaðar með blýanti og fyllt inn í með skugga.

Ég gekk í málið og pantaði mér af nola.is þetta tvennt.

Mini Duo brush #7 til að geta ferðast með

Fyrir átti ég svo Brow Wiz Caramel og Taupe.. mismunandi hvorn ég nota en á myndinni hér fyrir neðan notaði ég fyrst Brow Wiz Caramel og fyllti svo upp í með Brow Powder duo.


Brow wiz lítur svona út, blýantur öðru megin og greiða hinu megin.

Fannst þetta kombó koma virkilega vel út saman og ætla halda áfram að gera þetta :)
Er líka svo ánægð að sjá að það að bera laxerolíu á augnhárin fyrir svefnin er að virka vel.

Næst myndi mig langa til að prufa Dipbrow Pomade í Blonde að sjáldsögðu, er yfirleitt alltaf uppselt og öll blogg sem ég hef lesið um það eru í skýjunum með það.


Og svona highlighter blýant undir augabrúnirnar.


En það mun bíða betri tíma.
Langaði bara að deila þessari aðferð með ykkur dúllurnar mínar.

Þangað til næst
LOVE ALE
<3


3 ummæli:

 1. Ég læt jarða mig með nokkrar dollur af Dipbrow Pomade ... svo gott er það :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha ohhh það er bannað að peppa mig í meiri kaup er núna enn meira spennt að prufa það :O

   Eyða
 2. Var að panta mér dipbrow pomade svooo spennt að prufa! Keypti það á beauty bay, bara 11 pund og frí sending ;)

  SvaraEyða