21.10.13

kotturinn tjair sig

Mmmm hvað ég elska helgarnar.. kem alltaf svo miklu í verk !

Fór með bílinn í þrif á föstudaginn, verslaði í matinn, stússaðist, vann smá, pósunámskeið og gerði hellings..
Svo náttúrlega var ekki leiðinlegt að geta fengið sér gott að borða í gær þar sem það var nammidagur sem er klárlega uppáhalds dagur vikunnar fyrir köttinn !


Újé ég elska súkkulaði var svona þegar ég vaknaði í gær <3

Þetta var líka minn seinasti almennilegi nammidagur fyrir mót þannig að ég naut hans mjög vel, en auðvitað í hófi.
Það er bara svo margt sem manni langar í sem er ekki óhollt en matur sem fær ekki að vera á matseðlinum í niðurskurði.. þá er fæðan alltaf eins hrein og hægt er.
Ég á oft bara erfitt með að ákveða morgunmatinn því að úrvalið verður svo mikið meira.. Valkvíði á borð við hvort ég eigi að fá mér Kornfleks eða Cheerios í morgunmat, sem er nú reyndar lúxus vandamál.
Hlakka samt sem áður til að geta vaknað og fengið mér bara það sem mig langar í á hverjum degi.. þangað til ég verð naggur og stefni á næsta mót.

Af því að ég er að koma inn á þennan dag þá einmitt langar mig að koma inn á einn góðan punkt sem ég hef tekið eftir á facebook.. stelpur að espa hvor aðra í vitleysunni á lokasprettinum, en þá er andlega hliðin einmitt sem viðkvæmust myndi ég segja.
Hef tekið eftir því að það er mikið verið að spá í þessar seinustu vikur í niðurskurði hvað aðrar eru að gera á nammidegi og hvernig þeim sé ráðlagt að borða á þessum degi..

Það er svo óóótrúlega mismunandi sérstaklega þegar það er svona stutt í mót hvernig hver og einn þarf að haga sínum nammidegi og fer allt eftir hvernig formi viðkomandi er í.
Það er líka ástæða fyrir að þú ert með þinn þjálfara til að leiðbeina þér og það er bara þannig með þetta sport að þú getur ekki verið að miða þig við aðra..
EINUNGIS AÐ SPÁ Í ÞÉR OG ENGUM ÖÐRUM.. virkilega góð regla og að TREYSTA Á SINN ÞJÁLFARA ;)

ALLAVEGANA....
Þá eru rúmlega 2 og hálf vika í þetta núna þannig það er aðeins verið að herða á hlutunum og fínpússa formið sem og aðra hluti.
Í dag og næstu tvo daga mun ég sjokkera líkamann með enn meira hreinnri fæðu og lækka kolvetnin, ekki beint uppáhalds matarplanið en það svínvirkar.. er spennt að sjá hvaða áhrif það mun hafa á formið núna :D
Finnst best að undirbúa þessa daga vel og eldaði ég því og gerði matinn reddí áðan fyrir morgundaginn, skiptir svo miklu máli að vera vel skipulögð til að halda öllu í röð og reglu.
Get samt ekki beðið eftir að vakna á miðvikudaginn og fá mér Amino Energy og hafragrautskombóið mitt þegar ég vakna víjjjj..



Brot af matnum í fallegu Kjörísboxi meðal annars, maður reddar sér haha

Eitt af vandamálunum í köttinu er að maður er ekki með mikið af fitu eftir utan á sér og hér á landi er nú ekki einstaklega heitt svo að maður reddar sér með nokkrum lögum af klæðnaði..
Kósýsokkarnir eru eitt sem verða bara svona basic partur af outfitti dagsins og sloppurinn er svo sannarlega að gefa á kvöldin..
Einstaka sinnum tvær til þrjár peysur en það er bara svona á endasprettinum.. sem betur fer á ég nóg til af kósýfötum til og bombsurnar eru líka bbbbestar.



Og svona af því að ég er að tala um föt þá eignaðist ég mjög svo LANGþráðan draum um helgina..
Mig hefur lengi dreymt um að eignast bleika íþróttaskó og loksins..!!!!


Gat verið eins og Barbie í ræktinni.. þessar elskur eru frá Under Armour og finnst mér sokkarnir passa líka svona vel við og svo eru þeir líka virkilega þægilegir og ég þurfti nýja íþróttaskó..
Þetta var bara ást við fyrstu sín
<3

Lítið sem þarf til að gleðja mann þessa dagana.. maður verður stundum svo einhverfur í köttinu af því það er svo gott að vera bara heima í kósý á kvöldin eftir erfiði dagsins.. langar samt svo að fara í bíó og gera eitthvað gaman, mission fyrir mig !
Það er bara svo margt sem tengist mat haha
En svo er alveg ómetanlegt að hafa elsku systir mína sem ég get fengið með mér á laugardögum til að borða það sem mig langar í, annars myndi ég fara ein því ef mig langar í eitthvað þá langar mig virkilega í það.. Ísa andlegi stuðningurinn minn og æfingarfélagi.. styttist í endalokin :*

Ég er annars búin að koma mér vel fyrir með Betty Crocker kertið mitt á blastinu, í sloppnum og fullt af þáttum í tölvuna.. ætla horfa á eitthvað gúrm og mögulega vakna fersk í fyrramálið og henda mér í brennslu.

Þangað til næst

LUV ALE :*

4 ummæli:

  1. Ég veit þú massar þetta á loka sprettinum elsku vinkona :*
    Hlakka til þegar þú hættir að vera köttur og við gerum eh gúrm saman ;)

    SvaraEyða
  2. Takk elsku Rósan mín, hlakka líka til að vera ekki köttur og njóta með þér <3

    SvaraEyða
  3. Hvar keyptirðu þessa skó ? :D

    SvaraEyða
  4. Under Armour, Altís í Hafnafirðinum :)

    SvaraEyða