26.10.13

buuuuugun

Hvar skal byrja... úff !
Þessi vika er búin að vera svo upp og ofan að það hálfa væri nóg.
En ég gleymi aldrei að minna mig á þetta :)



Þó svo að það sé stundum challenge...

Seinustu tvær vikurnar fyrir mót myndi ég segja að séu vikurnar sem reyna hvað mest á andlegu hliðina, þrátt fyrir að þetta ferli sé í heild sinni talsvert erfitt.
Á endasprettinum er svo stutt í það sem maður hefur verið að búa sig undir allan þennan tíma og þá er áhersla á að fínpússa formið enn frekar og allt lagt í að klára með stæl.
Það er svo mikið sem getur haft áhrif á andlegu hliðina og maður fer að efast svo mikið um sjálfa sig.. bara eitthvað eitt lítið getur alveg slegið mann útaf laginu.

Þess vegna hef ekki mikið talað um þegar ég stefni á mót, því ég set sjálf alltaf virkilega mikla pressu á sjálfa mig og það er skrítið að fá pressu frá fólkinu í kringum sig líka.
Því flestir hafa vissar væntingar til manns, auðvitað langar manni að standast undir þeim. Að lokum snýst þetta allt um að verða besta eintakið af sjálfum sér og gera sitt besta, betur er ekki hægt að gera... það vill bara stundum gleymast.
Ég hef þess vegna oft brugðið á það ráð að loka facebookinu mínu viku fyrir mót, þannig er ég ekki að sjá myndir af keppendum á móti mér og svo framvegis.

Í þessari viku hefur mig einmitt langað til að hætta við að keppa, langað til að gráta, hlegið, tárast, verið brjáluð og langað til að kasta mér í gólfið og gefast upp á lífinu.. svona kannski dramatísk lýsing eeeen..

Eitt það erfiðasta sem gerðist var að litli voffinn minn hann Bambi kvaddi þennan heim eftir veikindi, hans verður sárt saknað en hann er kominn á mun betri stað núna
<3


Dagskráin fyrir mótið kom svo inn og því miður keppa allir kvennmenn á sama degi þannig ég gat því ekki farðað þær sem ég átti að farða.. komst að þessu á seinasta degi í kolvetnissvelti og fékk nánast áfall..
Og varð frekar pirruð og fór að svekkja mig á fleiri hlutum og það fyndna er að ég kem fram labbandi af klósettinu og Katrín nýkomin inn um dyrnar á skrifstofunni okkar og ég sé kassa með GALAXY S4 síma.
Áður en hún fór út vorum við nýbúnar að ræða að við þyrftum að eignast þannig.. ég tek kassan upp og segi OJJJ Katrin keyptiru þér svo síma ?!?!

Katrín segir mér að kíkja betur á blaðið sem væri undir kassanum og ég gat ekki annað en tárast.. það sem hún er mikið naggabarn og gerir alltaf meira fyrir mig þannig ég verð bara alla ævi að þakka henni... ÞÚ ERT BEST.


Starfsmaður ársins <3

Það að vera keppa sjálf og þjálfa aðrar fyrir sviðið getur líka verið ansi strembið á tímum en jafnframt kennt manni svo gríðarlega mikið og það er viska sem ég mun ávallt búa að.
Svo það hefur einnig haft áhrif á andlegu hliðina..

Ég ætla að nýta helgina í hvíld og peppun fyrir það sem framundan er, ég gleymi stundum að hvíla mig í ölum hamaganginum haha
Verð að læra að vera meira afslöppuð týpa.. !
Á allavega fullt af gúrmei þáttum sem ég get horft á kvöldin svo eeeeelska ég að pína sjálfa mig með gúrmei uppskriftum á Pinterest..
EN það er fínt bara að horfa.. tilfinningin á sviðinu með árangur er mun sætari og ég get borðað góðan mat eftir mótið.
Og í seinustu vikunni er það litun, plokkun og litun og prinsessutrít sem er svo ljúft.


Er líka spennt, því samkvæmt mínum útreikningum ætti jólajógúrtið að fara detta inn í búðirnar næstu helgi.. þarf sko að byrgja mig upp til að eiga nóg til þegar ég má fá mér eftir mót haha ! :)


ANYWAYS er farin að gera og græja fyrir morgundaginn..
Þangað til næst

LUV ALE :*

4 ummæli:

  1. Æjj þú ert alger nagli Ale mín og innilega samhryggist ég þér með voffann þinn <3. Alltaf sárt að missa gæludýrin sín. Ég öfunda þig smá af símanum nýja og get staðfest að hann er EÐAL GRÆJA. Gangi þér vel á mótinu sæta.

    Kv.Rósa

    SvaraEyða
  2. Takkk Rósa :)
    Já maður þarf að vera smá nafli stundum.. og síminn er sko algjör dýrð.
    Segi nú bara apple hvað !?

    SvaraEyða
  3. Samhryggist með voffa, á 2 sjálf og hef misst hund fyrir bíl og mér þótti það rosalega erfitt að láta hann fara :( en gangi þér súper vel á lokasprettinum :) mikið gaman að fylgjast með undirbúningnum

    SvaraEyða
  4. Takk innilega fyrir það Bylgja, mun vera sterk og leyfa ykkur að fylgjast með.. ekkert smá gaman að fá svona hvatningu :*

    SvaraEyða