15.8.13

mataræði, pælingar og annað

Ég elska að fylgjast með fitnessgellum úti í heimi á Instagram og Facebook.
Pósta inn endalaust kúl myndum af sér og hvernig þær eru að bæta formið sitt og svo framvegis.

Hér er ein flott sem systir mín sýndi mér.
Paige Hathaway
Langar svo mikið að þora því sjálf en á eitthvað voðalega erfitt með það..
finnst það pínu vandró hér á littla Íslandi :)
Segir gellan sem mætir síðan í bikinii einu klæða upp á svið fyrir framan fjöldan allan af fólki og er svo dæmd fyrir skrokkinn.
Þetta er ekki alveg að passa saman hehe...

Lét þó slag standa í vikunni og póstaði inn einni slíkri eftir að hafa peppað mig í viku til þess.. góðir hlutir gerast hægt ;)

Það er nefnilega ein spurning sem ég fæ oft en hún er sú hvaða fituprósentu ég sé í!?..
Þoli þá spurningu innilega ekki.
Því að fituprósenta er bara viðmið fyrir hvern og einn, fer allt eftir hversu margir punktar eru teknir, hver tekur hana, hvort það sé sama manneskjan sem framkvæmdi hana fyrst og margrir aðrir þættir.. þannig að fyrir aðra segir þessi tala kannski ekki mikið og þess vegna kýs ég ég að halda henni bara fyrir mig.

Elska einmitt hvað við höfum tamið okkur í þjálfuninni að vera ekki alltaf að fókúsera á hana, heldur frekar horfa á myndir og bera saman.
Ég á t.d. myndir frá mér síðan ég byrjaði að lyfta lóðum fyrir þremur árum síðan og nýjustu myndirnar tókum við í dag.
Prufuðum í gamni að bera þær fyrstu saman við myndirnar í dag..

Þetta er svakalegt og svo ótrúlega gaman að eiga samhliða mælingunum frá upphafi !

Við höfum það sem reglu að fylgjast með mér líka til þess að ég geti stöðugt unnið að bætingum.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst MJÖG erfitt að taka svona myndir og ég reyni oft að komast hjá því, en það er vel þess virði þegar maður nær að bæta sig á milli.
Þá er líka þessi stöðuga hvatning og spark í rassinn til að gera betur líkt og árangursmyndirnar í þjálfuninni hjá okkur gera.

Ég sagði einmitt við Katrínu í dag að að fyndna við þetta sport er að maður getur alltaf verið að vinna að bætingum, það hættir aldrei.. en það er líka það sem gerir þetta svo skemmtilegt ;)

En já eins og ég sagði þá langar mig stundum að koma góðum skilaboðum til skila en þori því ekki alltaf, þess vegna finnst mér svo gaman að hafa þessa bloggsíðu, því inn á milli finnst mér gaman að koma með smá fróðleiksmola.

Ég ákvað að vera smá kærulaus í sumar og ekkert að spá neitt ofur mikið í mataræðinu, svona á minn mælikvarða haha..
Elska of mikið að borða mikið af hollum og góðum mat
Ákvað bara að sleppa beislinu aðeins og fara út á lífið í 2,3 skipti..
Hef aldrei verið þessi djammtýpa og í rauninni aldrei tekið út slíkt tímabil því ég elska rútínuna of mikið.
Ég nenni líka ekki að djamma nema það sé eitthvað skemmtilegt og merkilegt tilefni.

Var alveg komið gott eftir þriðja skiptið og ég bara þreytt og búin á því lengi eftir á og þó svo að ég hafi ekki bætt á mig þá sá ég alveg mun á mér.

Eitt af því sem mér finnst alltaf segja til um formið er kviðurinn, það er svo mikið satt sem kvótið segir..


Þannig ég ákvað að hreinsa aðeins til í mataræðinu á nýjan leik af því ég er að fara á sólarströnd og mér líður líka bara best að borða hollt.
Það er ekkert smá sem það hafði að segja þó svo að ég hafi einungis gert það í viku.


Það verður ljúft að tjilla sátt og sæl í bleika fallega bikiniinu mínu ala Freydís í slökun á Krít eftir tvær vikur.

Annars mældum við svo fitnesstelpurnar í vikunni og allt er farið á fullt þar á bæ.
Ekkert smá gaman að sjá flottar bætingar...
Ég sem byrjaði daginn í einhverri neikvæðni en fer spennt, sátt og glöð að sofa.
Svo mikið skemmtilegt framundan að ég get ekki beðið..

Virkilega góðar mælingarnar mínar í dag, halda bætingum áfram, hjálpa litlum kisum fyrir mót, á afmæli í næsta mánuði (love/hate á það, er að verða GÖMUL), Krít, Rósan mín að fara giftast, fullt að gerast í vinnunni og eintóm gleði.

Ætla henda mér að lúlla..
Þangað til næst !

LUV ALE:*

3 ummæli:

  1. katrineva15/8/13 02:39

    nett blogg en sjitt þú ert VANGEFIN að vera frameftir til að skrifa þetta eftir 16 tíma vinnudag í TÖLVU .. ahhh farin að sofa líka í hausinn á mér :)

    SvaraEyða
  2. Hahahaha Katrín þú veist ég er naggur.
    Var svo mótiveruð eftir daginn og on fire svo ég smellti í eitt blogg ! :)

    SvaraEyða
  3. Skil þig mjög vel að þora ekki að vera að pósta svona á litla Íslandi en mér finnst þú ættir að gera meira af því! Fullt, fullt af fólki sem finnst mjööög gaman að lesa frá þér og þú ert svo frábær fyrirmynd og hvetjandi! Alltaf gaman að lesa bloggin þín og skoða FB-síðuna þína :)
    En svo langaði mig líka að spyrja þig hvort þig langaði ekki að gera nýtt fæðabótaefna-blogg? Ef það er kannski eitthvað skemmtilegt búið að bætast inn hjá þér sem þig langar að mæla með? Og mig langar líka að spyrja hvort þú hafir einhverja reynslu af Cellmass? Ég er að spá að byrja á creatíni og hef heyrt að það sé gott.

    SvaraEyða