29.8.13

fit girl problem og meira til...

JÁ ágúst er á enda komin!

En það þýðir bara eitt.
Að besti mánuður ársins er að banka á dyrnar, september sjálfur og ég er að verða gömul geit, 25 ára geit í enda september.
Búin að panta köku frá systir minni í prinsessustíl, eins gott hún geri svona fyrir mig víjj



Annars er svo mikið að gera að ég hef hef varla undan og nýti næturnar til að gera það sem ég kemst ekki yfir um daginn, eins og t.d. til að blogga, naglalakka mig, lesa og horfa á þætti.
Loksins reddaði ég mér nýjustu seríu af Greys og er því búin að vera horfa á næturnar.
Um daginn sofnaði ég yfir einum þættinum með tölvuna í fanginu og svaf þannig alla nóttina..
Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því en þakka fyrir að tölvan var ekki komin á gólfið þegar ég vaknaði.
Þetta var allavega góð ávísun á vöðvabólgu daginn eftir takk fyrir!

Þegar líða fer á haustið vilja flestir fara að skella sér í form fyrir jólin eftir syndir sumarsins svo það er alltaf nóg að gera í vinnunni, sem er mjög ljúft.
Ég elska líka að hafa mikið að gera :)
Vorum einmitt að pósta inn nýrri árangursmynd á facebook hjá okkur og verður mun meira af þeim framundan.

SVO er ég að fara í mitt fyrsta brúðkaup á laugardaginn og er svo spennt, þar sem að þetta er hún Rósan mín..
Ef ég mun einhverntíman í náinni framtíð gifta mig þá er þetta manneskjan sem fær að skipuleggja þann viðburð.
Hún er búin að vera baka, gera kökuskrautið, steina kjólinn sinn og ég veit ekki hvað,
Spenningurinn er mikill og er ég tilbúin að hlægja, tárast og fá gæsahúð haha..
Mun svo sannarlega skella í blogg með myndum eftir stóra daginn :D

Talandi um að vera spennt fyrir þá er ég búin að kaupa kjól sem ég ætlaði að vera í á þessum líka merka degi sem mér fannst vera tilvalin fyrir brúðkaup, fann hann þegar ég fór til Boston eftir páskana.
Ég ákvað að máta hann í vikunni svona af því það styttist í þetta og... þetta var HRYLLINGUR!!
Eins gott að ég mátaði hann.. ég labbaði fram í stofu í kjólnum og hælaskóm þar sem mamma mín og systir mínar sátu og fóru að skellihlægja !!!!
Það er ekki mikið hægt að klæða sig lengur í krúttleg föt eins og þegar ég var spagó..
Ég var eins og versti ræktardurgur í fermingarkjól :(

Hef einmitt verið að skoða fullt af outfittum á Pinterest til að fá hugmyndir og komist að þeirri niðurstöðu að það passar ekki allt við vöðva...
Enda hafa mörg fötin fengið að fjúka úr fataskápnum þar sem þau hreinlega passa ekki lengur en núna þarf ég eitthvað að fínpússa þetta enn frekar.
Rak augun í orðið fitgirl problem á netinu.. það á vel við þetta atvik.

Ég gæti tekið saman góðan lista með slikum vandamálum.


Ræktardurgur for life

Þessi ræktardurgur getur ekki beðið eftir að slappa smá af á Krít eftir 4 daga.
Eins mikið flipp og sú ákvörðun var og ekkert á planinu..
Ég ætlaði bara að vera keppniskisi á Spáni í haust en hætti við og ég þurfti nú að bæta það einhvern vegin upp og njóta smá.


Ekkert að þessari spá neitt

Ég ætlaði upprunalega ætlað að stefna að keppa á Arnold Classic Europe á Spáni í október en eftir miklar pælingar ákvað ég að sleppa því vegna þessa að köttið þar er alveg GRJÓTHART og ég heillast meira að ameríkulúkkinu, mikill munur er þar á og má segja að þær séu talsvert fíngerðari í USA.
Frekar að nýta tímann í enn frekari bætingar og mæta sterkari til leiks á Arnold USA á næsta ári, er þess vegna svolítið mikið spennt að sjá hvernig úrslitin munu fara á Olympia í ár, til að maður viti hverju þeir eru að leita af.

Bloggaði um allar þær sem eru að fara keppa í bikini og figure í færslunum fyrir neðan.
Þar sem ég er að keppa í figure spái ég mest í því og verð að segja að ég er mjög hrifin af lúkkinu hennar Mallory Haldeman, finnst hún eitthvað svo petite og kvennleg og útgeislunin alveg skína í gegn.


Kannski að fara að sofa þar sem það er langur dagur framundan.
Ég kann ekki að fara snemma að sofa.. bíð spennt eftir fleiri klukkutímum í sólahring :)

Þangað til næst
LUV ALE :*

1 ummæli: