9.7.13

dagdraumar og förðunarpælingar

Ég get ekki lýst hversu mikið ég ÞRÁI að vera á sólarströnd núna!!!! ómææægat
Get endalaust látið mig dreyma um það að ég liggi á strönd að sóla mig.

En þetta er eflaust hugsun margra Íslendinga einmitt núna.Ég veit ég er búin að segja þetta áður en það er bara grátlegt hversu leiðinlegt veður er hérna.
Mig langar í sund og geta verið í stuttbuxum og hlírabol.. en nei :(
Ég ætla gefa sumrinu einn séns.. ágúst verður málið.

Hversu týpíst er það annars að allt helsta make up dótið manns er búið á sama tíma!?!
Þurfti að gera stórinnkaup um helgina, fór og keypti mér litað dagkrem, maskara og svona basic dóterí.
Það getur svo verið afar mikill kostur að hafa það að atvinnu að farða því þá hef ég alltaf góða og gilda ástæðu til að bæta reglulega við safnið mitt.
Ég ætlaði svo að komast hjá því í þessari ferð en ég stóðst ekki mátið.

Það eru margar konur sem hafa ekki enn komið því upp á lagið að nota kinnalit.
Sem ég skil ekki, það gefur svo mikið líf í andlitið og ljóma..
Kinnalitir eru því mikið í uppáhaldi hjá mér.
Eins og ég nefndi í make up færslu hér fyrir neðan þá finnst mér kinnalitirnir frá Make Up Store þeir bestu og það vill svo skemmtilega til að það voru að bætast við tveir nýjir litir.
Ég varð nauðsynlega að fá mér annan þeirra ;)

A touch of peach - ferskjubleikur kinnalitur 


Svo bíð ég spennt eftir næstu sendingu því mig langar svolítið mikið í nýja sólarpúðrið þeirra sem er svo fallega ljómandi og gefur smá svona gyllingu eins og maður sé búin að vera úti í sól.
Systir mín keypti það um daginn og ég er in love :)

Ég og Rósa vinkona fórum í þessi stórinnkaup um helgina og við fórum að skoða Bare Minerals standinn í Hagkaup, það er alveg mikið af fallegu dóti þar... þurftum að fara frá honum til að missa okkur ekki í gleðinni..
Þau eru að kynna nýjan farða sem kemur í búðir núna í vikunni sem mig langar alveg gífurlega mikið til að prufa.. getið lesið um hann HÉR.
Hljómar mjög spennandi.Meðan aðrir eru tölvunörd þá er ég förðunarvörunörd.. það mikið nörd að ég þekki nánast alla augnskuggalitina í Make Up Store og MAC með nöfnum.
Ég vil meina að þetta sé einstakur hæfileiki hehe..
Og förðun er ákveðin list.. ég get svoleiðis dundað mér stundum við þetta.

Leyfi nokkrum myndum af förðunum sumarsins að fylgja :)

Svo verð ég að láta SLAG STANDA og skella inn góðri færslu með lúkki og hvernig þú getur framkvæmt það sjálf.
Það kemur allt með kalda vatninu..
Sumarið tók svo óvænta stefnu að allir vilja bara nýta það í rækt svo að það er brjálað að gera í vinnunni og ég elska íka bara að hafa mikið fyrir stafni.. þannig virka ég best :)

Ætla láta þetta gott heita.
Þangað til næst

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli