5.6.13

makeuptaskan min

Er búin að vera veik núna í viku og smita systir mína.
Læt mér það að kenningu verða að hafa mætt á æfingar þrátt fyrir að ég ætti ekki að gera það, og ég LÆRI af misstökunum.. annar dagurinn í röð sem ég hvíli !
Það er samt mjög hentugt að þurfa bara mæta í vinnuna til Katrínar á bakvið tölvuskjá þannig að ég hef mætt á náttfötunum í vinnuna og slopp því það var of kósý :D

Þarf samt að fara skvísa mig aftur upp, snyrtivörur og almennilegur klæðnaður hafa setið á hakanum síðustu viku..

Sem kemur að því sem ég ætlaði að tala um..
Langar að gæjast ofan í snyrtibudduna mína og deila með ykkur :)

Elska að skoða nýtt og bæta við frá hinu og þessu merki, er alltaf að lesa mér meira til og læra af öðrum..
Nördið sem maður getur verið hvað þetta varðar.
Hér ætla ég að taka fyrir það helsta í uppáhaldi þessa dagana.

Byrjum á húðinniClinique moisture surge - tinted moisturizer 
Nota örfáa dropa af lituðu dagrkemi sem hún Katrín kynnti mig fyrir til að fá jafnan tón á húðina.
Þegar ég fer eitthvert fínt þá nota ég meik til þess að fá aðeins meiri þekju eins og t.d. meik frá Make Up Forver eða Make Up Store.
Cover all mix  -  Make Up Store
Það er bara þannig að það er ekki hægt að toppa þennan hyljara !
Hann nota ég undir augun og á roða í húðinni.Reflex cover - Make Up Store
Þetta er ein uppáhalds varan mín frá Make Up Store en þú setur þetta meðal annars undir augun til að gera það svæði bjartara og gefa því highlight.. 
Kim K er einmitt alltaf förðuð með mjög fallegu highlight.


Bare minerals matt steinefnapúður
Það set ég létt yfir húðina til að gefa henni fallegan ljóma, elska steinefnapúður.
Þau gera húðina náttúrulega og fallega.
Þetta tiltekna púður sem ég nota er matt en þegar ég fer fínna nota ég Wonder Powder frá Make Up Store sem veitir meiri ljóma.


Því næst eru það augun

Það er mjög mismunandi hvernig ég mála mig um augun, stundum vakna ég snemma og finnst gaman að dúlla mér að setja augnskugga, þá vel ég yfirleitt liti sem ýkja bláa tónin í augunum.
Augnskugga eins og:
Sable (MAC), Diva (MUS), Star Violet (MAC), Expesnive pink (MAC).
Annars er þetta svona grunnurinn.
Maskari frá Maybeline og heita Colossal og Falsies.
Annan hvorn þennan maskara, stundum blanda ég þeim saman þegar ég vil vera mikið máluð.
Eru í uppáhaldi þessa dagana :D


Eyebrow pencil frá Kanebo
Svo hentugur í töskuna, á öðrum endanum er liturinn og á hinum er greiða.
En það er einmitt mjög mikilvægt að nota greiðu til að jafna litinn vel út og gera hann náttúrulegri.
Þvílíkt sem þessi blýantur getur reddað manni þegar það er langt liðið frá litun.


Eyeliner frá Stila
Hann fæst því miður einungis í USA en það sem ég fíla svo mikið við hann er hversu virkilega svartur hann er og svo dugar hann líka vel og lengi og er vatnsheldur.
Hann nota ég eingöngu ef ég set smá augnskugga til að skerpa augun.

Skygging og kinnaliturSólarpúður frá Bobbi Brown
Ákvað að prufa sólarpúðrið frá Bobbi sem Katrín notaði, er alltaf að prufa mig áfram.
Er að fíla það mjög vel, það er stundum erfitt að finna réttan lit, oft eru þau appelsínugul og of brún og svo framvegis.
Þessi sem ég er með heitir Bali brown.


Make Up Store kinnalitir
Hef prufað kinnaliti á mörgum stöðum og það eru fáir kinnalitir sem toppa elsku Make Up Store kinnalitina, já bara engin hingað til.
Elska litarúrvalið og hvað pigmentið í þeim er gott.
Litir í uppáhaldi eru:
Must Have, Coral Lace, Pink Reef, Apricot Sorbet, Complex og ég gæti áfram talið.Archies Girls kinnalitur frá Mac
Þessi er reyndar krúttlegur og sætur og finnst mér mjög gaman að blanda honum við aðra til að fá enn meiri sanseringu til að vera fínni :)

Að lokum varirnar


Crown varalitur frá Make Up Store
Þessi fylgir mér alltaf í töskunni og er ég með tvo blýanta til að breyta litnum eftir því hvernig fíling ég er í.
Finnst alltaf gefa smá líf að vera með lit á vörunum.


My precious coral, Gum - varablýantar frá Make Up Store
Það er hægt að gera ótrúlegustu hluti með varablýöntum.
Hér í den, þegar ég tala um den þá er það svona í kringum 1990 og upp úr sem það var í tísku að vera með fjólubláan varablýant og ljósan gloss.
En þessa blýanta set ég á varirnar smudge-a aðeins til og smelli varalitnum yfir.


En það fer allt eftir hversu mikið ég vil mála mig og ég er dugleg að kynna mér nýja hluti og breyta til í töskunni.
Finnst skemmtilegt svo að mála mig enn meira og setja augnhár þegar ég fer eitthvert út á lífið eða fínt.

Vona að þessir punktar nýtist eitthvað :)

Þangað til næst
LUV ALE :*

6 ummæli:

 1. Rósa Sigr.Ásgeirsdóttir5/6/13 19:33

  Æði takk. Ég elska líka snyrtivörur og svona þótt tilefni til þeirra nota sé ekki mikið í minni vinnu þá bara helst um helgar. Þetta er mjög góðir punktar hjá þér og takk fyrir að fræða okkur hinar. Mín uppáhalds förðunarmeistari á netinu er hin breska Lisa Eldridge og er hún með mjög góð kennskumyndbönd. Lisa Eldridge.com tjékkitát. ;)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus7/6/13 13:06

  Hvað heitir kinnaliturinn sem þú notar á stelpurnar sem þú ert að farða? Kemur alltaf svo ótrúlega flott út hjá þér :)

  SvaraEyða
 3. Skemmtileg færsla :D Langar í þetta steinefnapúður!

  SvaraEyða
 4. Takk fyrir fallegu orðin :)
  En þetta er mismunandi kinnalitir, yfirleitt einhverjir af þeim sem ég nefni fyrir ofan .
  Elska make up store kinnalitina

  SvaraEyða
 5. Og við notum bara ALLT það sama! hahahahaa

  - Þórunn
  www.double-pizzazz.com

  SvaraEyða
 6. Haha great minds think alike Þórunn :D

  SvaraEyða