6.3.13

óveðursblogg

Helgin er komin og farin og það fer bara aftur að koma helgi..!!
Tíminn flýgur það er á hreinu :D
Og hvað er annað sniðugt en að blogga í þessu yndislega veðri sem dynur yfir landið.

Ég átti að vera með förðunarnámskeið í morgun í Kvennó og tilefni árshátíðarviku þeirra en ég eins og flestir aðrir var föst í umferð.
Þrjóskaðist samt sem áður til að keyra áfram í vinnuna sem er í Grafarholtinu en þorði ekki lengra en Krónuna, enda sagði pabbi minn mér það að meira segja sjúkrabílar væru fastir þar.
Ég var svo heppin  að litla systir mín var föst þar líka á leið sinni í skólann svo við fórum bara að dúlla okkur, þangað til við lögðum í það að fara til mömmu sem býr stutt frá.
Um helgina var eitt stærsta mótið í fitnessheiminum, Arnold Classic USA.
Þar er keppt bæði í svokölluðum Amateur flokkum eða flokki fyrir áhugafólk sem skiptist svo niður í fitness, bikini, figure og aðra flokka,og þaðan í hæðarflokka af því keppendur eru svo margir.
Og svo einnig Pro flokka eða fyrir fólk sem hefur þetta að atvinnu og eru þá peningaverðlaun en að mér finnst fyrst og fremst heiðurinn.
Enda ekki litlir titlar að bera :)

Tvær íslenskar stelpur voru að keppa, sem er smá munur frá því í fyrra, önnur þeirra keppti í figure og lennti í 3.sæti i sínum flokki sem er mjög flottur árangur á svo stóru og sterku móti.
Það eru tveir íslendingar sem hafa náð fyrsta sætinu og koma þær báðar úr æfingarbúðum Betri Árangurs, Katrín í figure 2010 og Dagbjört í bikini 2012.
Það væri stór draumur að fá að deila þannig titli með þeim.

Ég er að sjálfsögðu mjög mikið nörd og búin að liggja og skoða myndir af þeim flokkum sem heilla mig mest sem eru bikini og figure.

Ég er alveg upp og niður með hvaða lúkki þeir eru að leita af í báðum flokkum.
Veit þó til þess að í bikiniflokki er mikið farið eftir sviðsframkomu, en hvað formið varðar í bikini þá er það svolítið fram og til baka með skurðin þar en stærðina í figure.
Stundum er ég ekki viss hvaða flokki ég á heima í en svona er þetta, þegar ég tek þá ákvörðun að stíga á svið aftur ætla ég að vera 100% sáttust með mig og mitt form.
Megin ástæðan fyrir að figure heillar mig mest er útaf ég elska að lyfta þungt og mæta svo á sviðið og sýna allt erfiðið, lít ekki á mig sem bombu eins og þær eru í bikinflokknum.

Þangað til ætla ég að njóta þess að vera til og borða góðan mat og ég elska að lyfta eins og sannur ræktardurgur, þuuungt hihi :D

Hér eru OVERALL vinningshafarnir í amature bikini og figure.
Þegar talað er um overall, er það þegar allir sigurvegarar í hverjum hæðarflokki koma saman og er valin heildarsigurvegari.


Veit ekki alveg með bikini skvísuna, finnst hún heldur grönn og með brækurnar MJÖG neðarlega, einnig er hún langt frá því lúkki sem hefur áður verið að vinna þennan flokk. Ég er að vísu ánægð með hvað figure sigurvegarin er bara nokkuð nett mössuð.

Svo eru það vinningshafar í PROflokkum.
(í proflokknum er ekki hæðaskipt)

Hér eru topp 6 sætin í bikiniflokknum.
Þessi í gula tók titilinn og heitir hún India Paulino


Ég er ekki sérstaklega hrifin af lúkkinu hennar, finnst vanta smá meiri vöxt á hana en hún er með virkilega flotta sviðsframkomu.

Hér er sigurvegarinn í figure Candice Keene


Mér finnst hún smá í stærra lagi miðað við nokkrar þarna og bjóst við að Erin myndi vinna en ég las mér til um dóminn á mótinu og hún mætti heldur flöt og vantaði í hana fyllingu sem varð til þess að hún fékk þriðja sætið, sem ég er mjög sammála.

Þetta er meira en að vera bara í formi, hálfgerð vísindi að ná skrokknum akkúrat réttum fyrir sviðið.

Hér eru þær sem lentu í top 6 í figure að pósa eftir verðlaunaafhendinguna.En það verður svo spennandi að fylgjast með allra stærsta mótinu í haust, OLYMPIA :)

Þangað til næst

LUV ALE :*

1 ummæli:

  1. Nafnlaus7/3/13 10:08

    Sammála með heildarsigurvegara í bikini heldur grönn, minnir á stelpurnar á heimsmeistarmótinu. Allvega ekkert líkt lúkkinu á pro flokknum á Arnold skil það ekki alveg...

    SvaraEyða