5.2.13

smáww

Þeir sem lesa bloggin mín hafa tekið eftir að flest eru skrifuð seint um kvöld og oft birti ég þau svo um morgunin þegar ég vakna, en ég hef farið óvenju snemma að sofa síðastliðna daga svo ég hef ekki átt þennan quality time sem ég dúlla mér seint um kvöld við að naglalakka mig, setja á mig body lotion og blogga þegar allt er orðið hljótt.

Það vill annars svo skemmtilega til að litla barnið mitt hann Bambi Naggur Berndsen er 3 ára í dag..
Þegar þetta er skrifað tuttugu mín í miðnætti vúhú<3
Þetta litla kríli sem er krúttlegasta kúrudýr sem ég veit um en hann getur verið mjög needy á stundum haha!


Ég gekk ekki svo langt að gera handa honum hundaköku, svo hann fékk bara lítið voffanammi í staðinn.

Er búin að vera æfa hardcore með Katrínu og fleirum til, búnar að vera taka vel á því í gömlum og klassískum æfingum eins og hnébeygjum og réttstöðulyftu.
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af því að dedda en lét slag standa og var bara að drepast með ekki nein kg fyrstu vikuna, vikuna eftir tók ég 100 kg og vikuna á eftir 120 kg, sem telst alveg nokkuð gott fyrir manneskju sem hefur aldrei verið að gera þessar æfingu af ráði.
Þvílíkt og annað eins adrenalín kikk.. bara gaman :D
Markmiðið er að taka 130 kg von bráðar en það er akkúrat tvöföld ég !

Það kom alveg tími um jólin sem ég var alveg hætt að æfa af því mér fannst það gaman, heldur bara útaf vananum og svo varð ég veik og fjarri góðu gamni.
Þar af leiðandi er ég að koma 100% sterk inn núna og hef svo virkilega gaman af og nýt þess í botn :D


Ó jésss !



Þetta á svo sannarlega við og mér finnst margir mega þetta til sín taka hvað varðar marga hluti.
Það er svo miklu betra að gera alla hluti með fullum hug :)
Ég og mín kvóts ég veit ég veit.. en það er nú bara eitt og eitt sem ég verð hugfangin af, þeim sem ég tengi eitthverja reynslu við.

Ætla ekki að hafa þetta langt í þetta skipti heldur vinda mér í svefnin..

Góða nótt elsku lesendur <3

LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli