16.2.13

hingað og þangað

Það er ansi margt sem á daga mína hefur drifið að ég hef ekki haft undan og ótrúlegt en satt ekki gefið mér tíma í að setjast í tölvuna að kvöldi til og dúlla mér og þá er mikið sagt fyrir mig.
Get stundum gleymt mér í að skoða hina ýmsu hluti seint um kvöld :)
Ég er ekki frá því að þetta stefni bara í mega gott ár.
Alveg ótrúlegt hvað mér finnst ég vera upplifa mikið nýtt og skemmtilegt !



Og það er akkúrat mikill hluti þess að ég tók ákvörðun ekki fyrir löngu síðan að ég vil og ætla héðan af að vera jákvæð.
Það er stundum erfitt en um leið og neikvæðar hugsanir koma upp þá loka ég á þær, því maður er svo sannarlega bestur í að rífa sjálfan sig niður.
Maður kemst ekki langt á neikvæðni það er bara satt og sannað :)

Í vikunni kláruðum við að fullkomna hárlitinn minn og ég er svo ótrúlega sátt með hann, tók smá tíma að venjast því að kíkja í spegil á morgnana, en skil ekki af hverju ég var ekki búin að prufa þetta áður, finnst ég vera upplifa sjálfa mig á nýja hátt hehe


Nýja hárið sem Sverrir snillingur á Rauðhettu og Úlfinum sá um :)

Í fyrsta skiptið í tvö ár var ég ekki að kötta á bolludegi þannig ég fékk að njóta þess að fá mér bollu og mætti ég fersk um morgunin í vinnuna með bakka af gúrmei bollum sem ég græjaði hihi..


Ég tók ákvörðun um að stefna ekki á mót núna um páskana fyrir svolitlu síðan þar sem að líkaminn var smá þreyttur eftir seinasta kött enda ekkert smá ferli sem ég fór í gegnum.
Þegar ég lít til baka finnst mér eins og þetta hafi ekki gerst, allur undirbúningurinn og niðurskurðurinn og ég trúi varla enn að ég hafi virkilega farið í gegnum þetta allt, en það gat ég að miklu leyti af því um leið og ég datt niður í neikvæðni reif ég mig upp í jákvæðnina.

Ég varð veik nokkrum sinnum í köttinu útaf pestum sem gengu umog missti þar af leiðandi rúmlega 3 kíló í eitt skiptið.
Þrjú kíló sem ég var þvílíkt búin að hafa fyrir að bæta á mig og komu ekki til baka fyrir næsta mót.
Fyrir minn flokk skiptir miklu máli að halda í þau og halda svokallaðri fyllingu í líkamanum.
Þegar ég steig á vigtina og sá þetta fyrst, þá eins kjánalega og það hljómar fór ég að gráta, allt erfiðið sem ég var búin að leggja á mig bara farið..
En sem betur fer er ég búin að vera í góðum æfingargír og á mjög góðan þjálfara og bestu vinkonu sem fylgist með mér þannig að nú loksins eru þau komin til baka síðan í október.
Þó svo ég sé ekki að stefna á mót sem stendur þá er það hluti af minni vinnu að stunda ræktina af líkama og sál.. ekki leiðinlegt verkefni það :)

Það er líka virkilega gaman að vera í off season og sjá glitta í smá kviðvöðva á morgnana, því ég hef alltaf verið að bulka mig upp þegar ég hef verið í off season.
Sú tilfinning er ljúf :)


Þrátt fyrir að ég sé ekki að fara að keppa fæ ég að eiga smá þátt i mótinu að farða fullt af fallegum stelpum fyrir sviðið.

Það sem mér finnst skipta svo miklu máli og ég er stanslaust að vinna með er að vera jákvæð þannig gerast góðir hlutir.

Ég fór sátt inn í helgina eftir góða viku, náði að maxa deddið mitt í 140 kg, það er þyngd sem mig óraði ekki fyrir að ég gæti lyft fyrir þremur vikum, og það skemmtilega er að Benni þjálfari í Sporthúsinu tók það á video.
Var alla vikuna bara búin að ákveða að ég ætlaði að ná þessu kvikindi upp haha..

Ég fékk þann heiður að fá endurnýjaðan samning við Team Under Armour á nýju ári og nældi mér í tvo illa netta boli og fleira til.

Einnig tókum við okkur saman og tókum skrifstofuna okkar hjá Betri Árangri í gegn og settum upp einkunarorðin okkar sem segja allt sem segja þarf um okkar markmið með þjálfuninni.


Ég er líka búin að vera ofvirk á like síðunni minni ég þurfti aðeins að hvetja mig sjálfa í það að pósta á hana, var eitthvað feimin við það hihi..

En ætla að halda áfram við farðanir dagsins og njóta helgarinnar, vona að þú gerir það líka.

Þangað til næst

LUV ALE :*

4 ummæli:

  1. Amy Melissa Reynisdóttir16/2/13 16:13

    Glæsileg ertu Alexandra og flott á þér hárið! Gaman að fylgjast með blogginu þínu :)

    SvaraEyða
  2. Geggjaður hárlitur! Fer þér ótrúlega vel :) Þetta jákvæða hugarfar er algjörlega málið. Ég þarf að læra að temja mér það. Það gerir lífið vafalaust svo miklu betra :)

    SvaraEyða
  3. skelliru ekki inn vídjói af þér að taka 140 kg í deadlift?? það er rosalegt:)

    SvaraEyða
  4. Haha ég er því miður ekki með það í höndunum, Benni tók það upp og er bara hægt að sjá það ef þú ert vinur hans :D
    Set inn þegar ég er búin að mastera tæknina haha

    SvaraEyða