7.1.13

Vika af nýju ári

2013 er hafið og þar er ekkert nema gleði :)


Hefur lítið á daga mína drifið annað en vinna, ræktast og svoleiðis gaman.
Janúar er jú þekktur fyrir að vera sá mánuður sem fólk leggur markmið fyrir komandi ár.
Það að rækta sál og líkama yfirleitt eitt af þeim svo það er nóg að gera hjá okkur.
Það eru líka svo spennandi hlutir framunan að ég sit bara hér með bros á vör.

Ég akkúrat elska að setja mér markmið og er stöðugt að setja markmið fyrir sjálfa mig sem ég skrifa niður í dagbókina mína til að minna mig á.
Elska líka að fletta yfir kvóts.. er kvótanörd !Við hjá Betri Árangri störtuðum þakkarleik á facebook síðunni okkar núna um daginn og viðtökurnar hafa verið hreint út sagt magnaðar og ekkert smá gaman að lesa markmið hjá hverri og einni.
Munum draga út í hverjum föstudegi í janúar og fær sú heppa mánuð í fjarþjálfun í verðlaun.
Mæli með að kíkja á :)

Það er færsla með nýju myndbandi sem kynnir uppsettningu þjálfunarinnar sem þú kommentar á.


Annars farðaði ég fullt af stelpum fyrir áramótin, ekkert smá gaman hversu mikill áhugi var að koma.
Ætlaði að taka myndir af öllum en hafði ekki tök á því.

Ég var komin með leið á því að hafa alla augnskuggana mína í kaos í körfu og fannst ég þurfa redda því fyrir áramótin til að vera með skipulagið á hreinu og tók málin því í mínar hendur og fór í IKEA.
Fann líka þessar snilldar skúffur og reddaði málunum..


Litla skúffan var á 1490 kr og stærri 1990.

Algjör snilld !

Svo er ég að fara seinna í dag með Rósunni minni sem er að fara gifta sig í sumar að skoða brúðarkjóla er mega spennt að fá að fara í mitt fyrsta brúðkaup.
Hlakka líka ekkert smá til að fá að gæsa hana og ef ég þekki litla nagginn rétt þá verður þetta algjört prinsessu brúðkaup.
Hún ætlar að baka kökuna sjálf, enda ætti hún að opna bakarí með stórri bleikri kitchen aid vél á bakvið.
Svo sendum við hvor annari myndir af brúðkaupsdóti af pinterest reglulega hehe..

Jæja ég er hér alltaf svo miki næturdýr að ég elska að tjilla í tölvunni seint á næturnar með þurrt Cheerios í bolla og blogga

Þangað til næst
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli