11.12.12

Hingað og þangað

Eitt af því sem ég elskaelskaelska er tónlist <3

Það er eitthvað svo ótrúlega þægilegt við að vaka seint á kvöldin þegar allt er orðið hjótt og hér í gamla daga var ég oft tímunum saman að horfa á OC, One Tree Hill og downloadaði góðum lögum úr þeim fram eftir nóttu.
Algjört tónlistarnörd!
Sakna þess að finna góð lög í þessum þáttum.. tek stundum svona session samt sem áður núna til að fylla eitthvað gúrm á ipodin minn til að blasta og syngja með á leiðinni í vinnuna á morgnana hehe..

Verð að viðurkenna að ég er virkilega að fíla þetta lag með Rihönnu og fór eitthvað að skoða gæjan sem syngur með henni því mér fannst röddin hans svo lík röddinni á þeim sem syngur fyrir One Republic..
Leyfi því tveimur kósý lögum að fylgja, fékk smá nostalgíu við að hlusta á seinna lagið.. þetta er komið í elsku bleika ipodin og mun skemmta mér í bílnum á morgun.



Stay - Rihanna feat. Mikky Ekko


Pull me down - Mikky Ekko

Er búin að vera með pinterest í svolítin tíma og alveg búin að pósta nokkrum myndum og svona inn, en er fyrst núna að fatta hvernig það virkar almennilega og geri ekki annað en að skoða myndir af hári og make up og fleira skemmtilegu.
Ekkert smá gaman að fá innblástur þaðan :D

Mæli með því er sjálf búin að vera dugleg að safna myndum í möppu af fíneríi.
Og sérstaklega hárinu, langar svo að breyta eitthvað til, fæ alltaf svona tímabil sem mig langar helst bara að lita mig mega dökkhærða !!!


Flott hár, flott allt !


svo fínt


Hárið, make upið flawless !



Áramóta fínerí

Tók svo eftir því að ég póstaði þar inn mynd af vegg sem mig langaði svo í fyrir einhverju síðan.


Og ég var akkúrat nýbúin að panta tvo texta og láta á vegginn í stofunni og svefnherberginu mínu sem sjá má í bloggi fyrir neðan.
Ákvað því að fullkomna
förðunarstelpuherbergið mitt með þessum texta enda vel við hæfi :)



Svona fínt pantaði ég mér á facebook á síðunni hjá Art &Text.
Sendi bara myndina fyrir ofan og voila, algjör snilld og þvílíkt sem þetta gerir fyrir herbergið, sáttust ! :)

Annars er byrjaður að koma smá jólaspenningur, byrjuð að versla aðeins jólagjafir, keypti meira skraut á tréið og komið smá skraut upp.
Spenntust að setja upp jólatréið og baka víjjjj !

Keypti líka kökublaðið hjá Gestgjafanum og Vikunni..
Fæ bara vatn í munnin við að flétta í gegnum þau.


Ætla allavega klárlega að baka Sörur.. mitt uppáhalds !

Bakaði einmitt um einhvern dag fyrir mót gúrmei góða brownies, setti kremið á og allt. Skellti kökunni í frysti og gaf litlum afmælisdólgi með gjöfinni sinni um helgina.


Ragna ekki annað en sátt með kökuna, enda gúrmei góð

Var að farða um daginn og um kvöldið ákváðum að fara út að borða á Vegamót í tilefni dagsins og fengum gúrmei góðar pizzur.


Mér finnst svo gaman að gefa naggagjafir !
Hvítt kitkat, gimpa kósýsokkar, jólabjór, gjafabréf í Vestó og gúrmei súkkulaðisnjóboltanömm !




Bara skemmtilegt kvöld, takk fyrir mig stelpur :*

Yfir úr einu í annað..
Hef verið að fá fyrirspurnir um skráningarnar hjá okkur í þjálfun.. það fer alveg að detta í að við opnum nýja síðu fyrir
Betri Árangur sem snillingurinn hún Katrín hefur unnið hörðum höndum að.
Munum við í framhaldi af því opna nokkur laus pláss svo endilega fylgist með á facebookinu hjá okkur.
Er orðlaus hvað hún er orðin flott, finnst virkilega töff að geta sagt að hún hafi búið hana til :)


Þangað til næst
LUV ALE :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli