1.12.12

kósýnaggurinn

Einhvern vegin finnst mér veturinn vera tíminn til að vera inni og kúra og hafa það kósy..!


(Já Ísa mín ég stal myndinni á facebookinu þínu hehe)

Man þegar maður var lítill og var úti að leika og kom svo inn með rauðan nebba eftir að hafa kafað í snjónum, sem þá var oft margra metra hár, og fékk sér ristað brauð og heitt kakó.
Stundum væri gaman að vera lítil aftur víjjjj :)
MMMM.. ristabrauð með banana eða osti... svo gott !!

Þar sem að ég hef nú meiri tíma heima þar sem ég æfi nú einungis einu sinni á dag, er nýjasta áhugamálið mitt að gera meira kósý heima hjá mér..
Það fer kannski ekkert á milli mála hver sér um innanhússkreytingarnar..


Keypti þessa nettu glimmer kodda í Rumfó um daginn..


Lét gera fyrir mig texta á veginn með einu af mínum uppáhalds kvótum í Disney skriftinni og setti ég rautt hjarta fyrir aftan.


Fékk þessi hjörtu á veginn svo í föndurhorninu í Tiger og skellti þeim á veginn í förðunarherberginu mínu :)

Svo kíkti ég í PIER um daginn og fann draumajólatréið mitt, akkúrat drauma því ég sé ekki fram á að mér verði leyft að koma með það á heimilið..


Barbie style - finnst það bara passa vel við mig híhí

Verð víst að sætta mig við hvíta jólatréið mitt, það voru akkúrat umræður um það hvernig kúlur ætti að kaupa, Siggi vildi bláar en ég hafði nú annað í huga og tók málin því í mínar hendur og skreytti tréið í laumi með fjólubláu, bleiku og silfur ívafi..


Annars nóg um kósý og yfir í gleðina..

Eins og sjá má á myndinni fyrir ofan þá er ég smá naglalakkasjúk..
Og ég missti hökuna næstum í gólfið... sá í dag á facebookinu hjá OPI að 
Mariah Carey væri að gera nýja línu fyrir þá.
Og það er ekkert grín hvað hún er illameganett, vá!
Leyfi myndunum bara að tala sínu.




IN LUUUV - það verður sko erfitt að velja úr þessu !

Að lokum svona af því það eru að koma jól og maður fær hluti sem maður er nú ekki vanur að fá eins og allar smákökurnar og það sem fylgir elsku desember.
Eftir að ég hef keppt svona oft og get loksins svona haldið mér í nokkuð góðu formi er ég orðin heimsins mesti matarperri og elska að finna og græja eitthverja snilldar rétti.

En erfði það frá minni elskulegu móður að elska það líka að fara út í matvörubúðir og skoða og versla allt góðgætið, hef ég því verið dugleg að sanka því að mér í nammiskúffuna ógúrlegu.
Skulum ekki ræða það að Amerískir dagar voru í Hagkaup á endasprettinum í köttinu haha..
Því sit ég uppi með fulla skúffu af nammi sem ég hef engan tíma til að komast yfir..

Nýjasta nýtt var að ég mætti í sakleysi mínu í Kost til að kaupa salsasósu sem er í uppáhaldi þessa dagana, ásamt salsasósunni frá Ginger..
Að ég rak augun í þessa dýrð sem er skyldueign fyrir alla Kinderegg lovera <3


Svo það læddist með í körfuna ásamt þessu hérna


Eins gott að það er nammidagur í dag...
Mun setja stefnuna á laaaaaaaaaaangþráðan Vesturbæjarís ! :)

Eigðu góða helgi..

LUV ALE :*

Finnst ég eitthvað jólasveinaleg í kósýsokkum hérna haha

4 ummæli:

  1. Hæ dúlla takk fyrir skemmtilegt blogg..
    hér rakst ég á annað blogg sem er að tala um Mariuh línuna frekar mikil vonbrigði þar sem myndirnar sem þu ert með i þinu bloggi eru heavy flottar við verðum bara að bíða þangað til i januar og sjá vona að þau líkist þínum myndum:)
    http://polishinfatuated.blogspot.com/2012/11/swatches-and-review-opi-mariah-carey.html

    SvaraEyða
  2. Váááá ekkert smá flottt frá Mariah :o
    En ég var ekki lengi að kaupa mér bleika jólatréið í Pier eftir að þú póstaðir því á facebook haha :D Algjör smitari í þessu Ale :))

    - Ingibjörg Austmannn

    SvaraEyða
  3. OMG hvað það er ljótt lakkið á þessu sem þú póstaðir Helga, er eins og einhver sandur!!
    Vona svo sannarlega að það sé meira í áttina að þessu sem ég fann en hahaha INGIBJÖRG öfund!!!!
    Hvað kostaði það, fann ekki verðmiða þegar ég var þarna, hélt það væri kannski bara gefins? hehehe

    SvaraEyða
  4. Hahaha því miiiiður ekki gefins :( En það var á tilboði á 9990 :D ! Ekki lengi að kippa því með heim óeðlilega kósí & fallegt sko :D

    SvaraEyða