16.3.12

USA VOL 2!

Jæja þá er komið að því Arnold USA bloggið mikla!

Ég er búin að reyna að leggja í það nokkrum sinnum í vikunni en hef ekki komið mér almennilega í það, þar sem ég gæti skrifað svo innilega mikið enda með skemmtilegri ferðum sem ég hef farið í ..!
Ófáar myndir voru teknar í ferðinni sem fá að fljóta hér með :)

*Markmið ferðarinnar var fyrst og fremst að hafa gaman, það er mottóið mitt að hafa gaman af lífinu víjjj*

Eins og ég sagði frá í síðasta blogginu mínu þá fórum ég og Dagbjört út saman, pöntuðum flug og hótelherbergi og vorum svo algjörir flippkisar og skelltum okkur saman til 
Los Angeles eftir mótið að heimsækja Katríni og Magga :)

En við vorum svo einnig með Sif, Heiðu og mönnunum þeirra, Konna og Ara.. TEAM blondes haha!


Elska þessa mynd af okkur ljóskunum eða fourburs eins og ég sagði þegar ég ætlaði að ljúga að einhverjum að við værum fjórburar.. stundum að redda sér hehe

Spenningurinn var gríðarlegur fyrir ferðina og viku fyrir brottför vorum ég og Dagbjört að missa okkur í gleðinni og spenning og namminnkaupum, og toppaði ferðin allar væntingar og voru það ófá ævintýri sem við lenntum í..!

Við allar íslensku stelpurnar flugum í sama flugi út á mánudeginum í gegnum JFK flugvöll, spenningurinn í vélinni var mikill, en ég svaf bara og Dagbjört tók myndir af sér við hliðina á mér sofandi haha..

Hahaha of gott!

Þegar við mættum á flugvöllinn í NY byrjaði allt gamanið.. við lenntum í því að þurfa hlaupa fram og til baka og þurfa græja boarding miða fyrir næsta flug sem við einhvern vegin ekki fengum.. við litlu naggarnir komnir í Amazing Race fíling á JFK, með tárin liggur við í augunum yfir að komast ekki í næsta flug en svo reddaðist það sem betur fer..Á endanum eftir að hafa setið í minnstu flugvél í heimi, minnti helst á litla skólarútu, og hafa fengið þennan hrikalega flotta soccer mom bíl, mættum við á þetta fína hótel í Columbus Ohio og var mikil gleði yfir því að koma sér þar fyrir skella sveittu ferðabringunum inn í ísskáp og sofna í mjúku rúmi eftir alla þessa geðveiki..!Daginn eftir var ekki annað í myndinni en að byrja daginn á gúrmei flippkisa æfingu í litlu naggaræktinni sem var á hótelinu.. og svo beint í að skanna svæðið í kring (búðirnar)..
Við hófum leiðangurinn í mollinu og enduðum svo í góðgætinu í
Wall Mart og Trader Joes.. nammm!
Fyndið hvað manni langar í allan heiminn þegar maður er að kötta..
Því svo þegar við heimsóttum sömu búðir eftir keppnina, var æsingurinn ekki eins mikill..

Haha elska þessar myndir !

Fólk sem fylgdist með á facebook hefur eflaust hugsað hvort við værum að fara í fitness eða fatness þegar það skoðaði upphaf albúmsins... haha

Svo hófst slökunin og undirbúningurinn fyrir mótið.. það er sko ekkert grín að vera stelpa í þessum bransa og lokaundirbúningurinn í bland við það úff..!
Tan, make up, hár, vatnslosun
og name it.. stuð!


Græja okkur í tangírinn, tanstation og smá gúrmei nesti :)

Fimmtudagurinn 1.mars var svo keppnisdagurinn mikli og byrjuðum við snemma að græja okkur til og loksins litum við út eins og við værum að stefna á fitnesskeppni.. 
*Barbie lúkkið tjékk!
*Mission að fá úrslitapassa handa Katríni í afmælisgjöf tjékk!

Barbie dúkkur með förðun eftir mig :)

Ljóskurnar - bikinibabes Heiða og Dagbjört og figurenaggarnir Sif og ég :)

Á sviðinu :)

Daginn eftir mættum við ljóskurnar saman á expóið og það ætlaði einn öryggisvörðurinn alveg að fara yfir um þegar hún sá okkur þar sem hún hélt að við værum Girls from the playboy mansion og var hún búin að láta alla öryggisverðina í byggingunni vita að þær voru sko mættar! hahaha of gott 
En það er ekkert leiðinlegt að labba um expóið og hitta alla þá helstu í þessu sporti og ekkert lítil athygli sem maður fær við það að labba þarna í gegnum haha!


Um kvöldið lögðum við tvíbbarnir okkur í 40 mín áður en öll geðveikin hófst, þar sem mæting var klukkan 8 um morgunin og þurfti maður að lagfæra brúnku, græja hár, make up, nesta sig upp og allt sem því fylgir..!

Stundum að vera schinken híhí

Mættum svo ferskar eftir þessa yndislegu en flippuðu nótt á úrslitadaginn..!

Þetta hér lag var á blasti alla nóttina...
luv it! <3


Ég fór upp á sviðið á undan Heiðu og Dagbjörtu og kom heldur svekkt til baka.. ekki þá útaf úrslitunum heldur mest út í sjálfa mig..
Komst ekki upp í topp 5 en náði samt sem áður 8.sæti..!Mér fannst ég algjört failure og langaði helst ekki til að vera til, það er einhvern vegin þannig að maður er harðastur við sjálfan sig og ég er svo óþægilega metnaðarfull að ég get alveg rakkað mig niður í sand og ösku..
Á þessum tímapunkti gleymdi ég öllu sem ég hef afrekað!

En síðastliðið eitt og hálft ár hef ég verið að köttur, bulk og keppnis til skiptis..
Byrjaði sem lítil spaghettireim í módelfitness, fór á Arnold í annað skipti sem ég keppti og komst í topp tíu, keppti áfram í módelfitness og ári eftir að ég byrjaði á þessu öllu saman var ég komin í fitness flokk og varð Bikarmeistari í þeim flokki.. 

*á erfitt með að segja þetta orð er varla enn búin að átta mig á því híhí*

Korteri síðar er ég mætt eftir að hafa borðað mig upp í stuttan tíma og farið strax aftur í kött, til USA að keppa á Arnold Classic, og samt sem áður með bætingar..
Annað árið í röð - mörg mót á milli og í öðrum flokki..

Stundum að gleyma sér ekki - en ég þurfti sko að fá spark í rassinn frá Katríni til að minna mig á alla þessa hluti.. 

Ég er líka bara 23 ára og var litla lambakótilettan þarna á sviðinu, ég er vonandi bara rétt að byrja :)


Úrslitadagurinn áður en haldið var af stað :)

Yfir úr emo í gleðina...!

Ég sat uppi í klefanum og gaf útlendingunum íslenskt nammi og beið spennt eftir að heyra hvernig Heiðu og Dagbjörtu gekk.. two towers teyminu, en þær voru í tröllaflokki líkt og ég.. og kepptu í bikiniflokki..!

Áður en þær stigu á svið, hafði Magnea fengið 3.sæti í sínum flokki, Magga Edda 4.sæti og Kristrún 5.sæti..
Ásamt því náðu einnig Sigríður, Margrét Hulda og Erna topp tíu í sínum flokki...
Íslensku stelpurnar að rúlla þessu upp:)

Heiða tók annað sætið og minn elskulegi "tvíburi" Dagbjört tók fyrsta sætið <3

Svo innilega stolt af öllum stelpunum og ekkert smá ánægð með litla ferðafélagann minn.. innilega til hamingju aftur <3Um kvöldið söfnuðumst við Íslendingarnir að horf á Pro Bikini og bodybuilding..
Við flippkisarnir með bestust sæti í heimi.. alveg lengst upp í stúku í fanginu á einhverju liði og ég flottust með engin gleraugu og búin að sofa 40 mín síðastliðinn sólahring... tók mér blund í sætinu.. haha
Svo lá leiðin beinustu leið á Cheescake factory vúhú!Daginn eftir var farið á expóið og keppti kærastinn hennar Heiðu þar í einhverskonar glímu.. og eftir það þá leiðin beint í shoppppiiiiing!

Um kvöldið var svo skellt í eitt stk pikk nikk á herberginu hjá tvíbbunum og höfðum við gaman af þvi að smakka allavega hluta af þeim sora sem við höfðum sankað að okkur hahaha..Þá fór hópurinn svo í sundur þar sem flestir fóru til
NY en við naggarnir fórum til LA..
Áður en ferðin hófst þá fórum við í yndislegan leigubíl í Columbus
En svo mættum við í heimsókn til yndislegu Bess familíunnar sem ég hafði saknað svo mikið..Þar vorum við í enn meira shopping,tókum durgaæfingar í tvíbura-outffitunum okkar í Gold's.. löbbuðum á ströndinni, spotta celebs, PINK-uðum Katríni upp og nutum þess að borða, tana og vera til..!

Maggi helþykkur og tvíbbarnir í alveg eins outfittum haha

Lífið er ljúft í CALI og svo gaman, ást á þessar <3


Matur ferðarinnar var klárlega þessi:
 Honey maid kexið góða og beyglur.. ommnonn!

Ég gæti svoleiðis endlaust skrifað um hversu gaman var í þessari ferð en ég held að ég engin myndi leggja í það blogg..!
Leyfði þess vegna myndunum frekar að tala heldur en orðum...

Langar samt til að nýta tækifærið og þakka ferðafélögunum mínum og þá helst litla nagginum og tvíburanum mínum henni Dagbjörtu innilega fyrir ferðina.. yndisleg manneskja í alla staði og ég get ekki beðið eftir að skella okkur vonandi í náinni framtíð út að keppa aftur, aðeins of gaman :*


<3

Mig langar sömuleiðis til að þakka öllum sem mínum uppáhalds.. Katríni, Sigga, Rósu, uppáhalds nöggunum mínum ( þið gerðuð köttið núna skemmtilegt ) og að sjálfsögðu fjölskyldunni minni..
Og sponsunum mínum sem hafa stutt mig í gegnum tíðina, gæti ekki verið ánægðari !

* Betri árangur, Perform.is, Under Armour, Ginger, Smart og Snowmobile.is *
 
Innilega takk fyrir mig
<3


Meðan ég var úti komu út fitnessfréttir með viðtali við mig, hægt er að skoða blaðið hér


Fór akkúrat í myndatöku til Arnold Björnsson sem tók forsíðumyndina viku fyrir mót og fékk fullt af flottum myndum sem ég skelli kannski inn hér, svo ánægð með þær :)
Og tala nú ekki um heiðurinn að fá að vera framan á blaðinu!

Í þetta skiptið ætla ég að hvíla smá og keppi því ekki á mótinu núna um páskana..
Ætla hlaða batteríin fyrir komandi tíma og stefna á enn meiri bætingar, enda hefði þetta þá verið 7unda mótið mitt..
Verður gaman að fá að vera baksviðs að hjálpa öllum litlu köttunum sem eru í þjálfun hjá okkur í Betri árangri, behind the sene híhí

Verð Ale grís í smá tíma núna og ætla njóta þess að borða, en æfa að fullum krafti víjj!


Þessi hér...! hihi

LUV Ale :*

8 ummæli:

 1. Elsku Alexandra mín ég hló, táraðist, hló aftur og táraðist meira!!

  Þessi ferð var einum og góð og ég hefði ekki getið haft betri ferðafélaga né yndislegri manneskju til að upplifa þessa BESTU FERÐ EVER!!!
  Án þin hefði litli plastpokin fokið af sviðinu, TAKK fyrir allt og hlakka til að ferðast meira og taka flippferðalög í framtíðinni

  Love á þig:*:*

  p.S

  Er svo stolt af hversu langt þú hefur komist á stuttum tíma, ég get ekki ýmindað mér neinn leika þetta eftir. Metnaðurinn í þér er ólýsanlegur


  -Dagbjört

  SvaraEyða
 2. Flottur arangur hja ther Ale min :) Gaman ad lesa bloggin thin og skoda myndir.. knus fra Noregi

  kv.Magna

  SvaraEyða
 3. Elsku Ale!

  Það er ekki skrifað fór að heimsækja "Katríni og Magga" heldur er það skrifað er að fara að heimsækja Katrínu og Magga eða í heimsókn til Katrínar og Magga!

  Bara að benda þér vinalega á þetta...er búin að sjá þetta oft á facebookinu þínu líka!

  Til hamingju með árangurinn og æðislegt blogg hjá þér! :)

  SvaraEyða
 4. Ég var í sama pakka og þú eftir mótið!! Við erum ekki í lagi!! en erum fljótar að átta okkur á því hversu asnalega við vorum að hugsa!!
  Hevý fyndið með að gellan hélt að þið væruð frá playboy mansion!!

  SvaraEyða
 5. Hlakka til næst í framtíðinni Dagbjört mín takk aftur innilega, það var sko stutt í hláturinn og gráturinn í ferðinni hihi :D
  Og takk fyrir það Magna mín, gaman að þú fylgist með..

  Takk fyrir ábendinguna, ég sem er svo mikil stafsetningarlögga sjálf haha.. finnst hitt samt hljóma betur, tek Laxnes á þetta:D

  Og já Magga slá okkur utan undir.. ekki nógu gott :D
  En já það var aðeins of gott móment hihi

  SvaraEyða
 6. Vá hvað þetta hefur verið bleik ferð. Æði! Flottur árangur hjá þér! ;)
  - Dyggur Lesandi

  SvaraEyða
 7. Haha luv pink.. verð að deila þeirri gleði með mér!
  Takk kærlega fyrir það svo gaman að fá komment :)

  SvaraEyða
 8. Sæl ein óreynd hérna.

  Þegar þú byrjaðir að æfa hjá hvaða þjálfara byrjaðir þú hjá?

  Og hvaða þjálfara myndurðu mæli með í dag ef mig langaði til að fara keppa?

  SvaraEyða