23.1.12

Eyeliner, kvót og gleði!

Yoo!

Ég er komin með svo mikið æði fyrir quotum til að keyra mig áfram í allri gleðinni.. Ég svaf svo feitt yfir mig í morgun fyrir æfingu, að ég fór að leita af einhverju til að hvetja mig áfram..
Elska akkúrat öll þessi sem Nicole Wilkins er að setja á síðuna sína..
Fann eitt sem meikar mikið sens!
A great pleasure in life is doing what people say you cannot do !

Fór svo út og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa.. ó hvað það var góð tilfinning :)

Er akkúrat svo of skipulögð stundum og á það til að gleyma hlutunum þannig ég geng alltaf um með dagbók á mér til að skrifa niður allt sem ég þarf að gera.. sem er oft alveg slatti.. í seinustu dagbók krotaði ég einhverjar myndir og texta úr lögum sem ég elska.. en missionið þetta árið verður að setja eitthver hvatnigarkvót í hana, því já ég er lúði..!

Lúði Jóns..!


 Hef komist að þeirri niðurstöðu að hún er semmí skinka.. en mikið langar mig í svona bol :D

Varð svo ástfangin um daginn.. það var sem sagt að koma nýr eyeliner í Make Up Store.. var mjög spennt að prufa þó svo að ég elski cake eyelinerinn frá þeim.. Það er svona þurr eyeliner sem þú bleytir upp í með pensli sem þú hefur dýft í vatn..

 
Nota alltaf bursta #102 til að gera ekta Kim Kardashian eyeliner

EN
Svo kom þessi nýji og ég mátti til að prufa hann af því að hann er eins og túss og pottþétt þægilegur í snyrtibudduna og vá... hægt að gera perfect mjóan eyeliner með honum og hann er alveg bikasvartur.. MUST í snyrtibudduna!
Talandi um að langa í eitthvað þá var ég að horfa á E í ræktinni og sá svo sjúklega flottan kjól á Miley Cyrus af öllum..

Mig langar í hann.. læt mig dreyma..


En spurning að fara í háttinn fyrir morgunæfingu á morgun.. eintóm gleði, gleði :)
Ég í ræktinni um daginn!

Þangað til næst.. 
LUV Ale :*

0 ummæli:

Skrifa ummæli