29.12.11

Glimmer luvin og gleði!

Úff jólin og allt það nammi sem þeim fylgir!
Það rennur súkkulaði í æðum mínum eftir helgina, er komin með svona nett ógeð af nammi og hefði ekkert á móti því að gerast köttur helst í gær.. því ætla ég ekki að borða meira nammi á þessu ári híhí!
Kann líka ekki alveg að tjilla svona mikið, en það er nú samt alveg lúmskt næs og að sjálfsögðu gott að vera með fjölskyldunni, en það toppaði allt að þurfa vera veik og tjilla enn meira.. ég sem ætlaði að taka Bree Van de Kamp og smá Monicu Geller style :(Hahahaha!

Fékk annars svo mikið fallegt í jólagjöf :D


Smá brot.. að sjálfsögðu flest allt bleikt eða bökunartengt, greinilegt að fólk þekkir mig nokkuð vel haha!
Get ekki beðið eftir að prufa bleika hárblásarann minn á morgun víjj! <3

Annars fer þessu ári að ljúka og "next up" er gamlárskvöld.. eitt af þeim kvöldum á árinu sem maður getur verið ALL IN hvað dress og make up varðar!
Er akkúrat að fíla hvað glimmer er búið að vera mikið í tísku þennan veturin, alls ekkert að hata það og hef því verið grimm í glimmerinu! :D

Svo mikið fallegt.. gullskórnir frá Clothes and Company
og fjólubláu eru frá Friis & Company
 Og naglalökkin eru frá OPI.

LUV IT!
Nokkrir hlutir til að fullkomna áramótalúkkið:


Strazz eða steinar úr Make Up Store 


Glimmer úr Make Up Store

Augnhár eru algjör must fyrir mikla förðun og það er nú einu sinni gamlárs :D


Finnst þetta make up flott og classy :)


Annars bara þangað til næst..

LUV Ale:*

1 ummæli:

  1. Gott þetta myndband , lýsir okkur vel í þrifum :D annars flott blogg elsku systir :)

    SvaraEyða