14.9.11

Að sigra sjálfan sig..

Er bara hluti af því sem maður gerir í fitness, en mér finnst þetta mjög góður punktur sem margar af ykkur stelpum sem eruð að fara taka þátt í módelfitness ættuð að taka til ykkar!
Hef mikið heyrt af því að stelpur sem eru búnar að vera að stefna að keppni og leggja þvílíkt á sig, séu að beila núna korteri fyrir mót og mig langaði þess vegna að tileinka þeim smá færslu:)
Það er núna komið ár síðan ég helltist út í þetta allt saman og ég hef sjaldan lært jafn mikið og er enn sko enn að læra helling, bæði líkamlega og andlega.
Það sem mér finnst vera númer eitt, tvö og þrjú að þú sért að gera þetta fyrir sjálfan þig og engan annan.
Þetta er alls ekki auðvelt og ekki fyrir alla, mjög gott að hugsa sig vel um áður en haldið er út í djúpu laugina.

Ef að ég hefði hætt í öll þau skipti sem mig langaði að hætta þá hefði ég hætt á fyrstu æfingunni minni sem var eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum haha.. og þá væri ég svo sannarlega ekki hér í dag.
Ég er enn að vinna í mínu því ég hef ekki náð þeim árangri sem MIG langar til að ná fyrir sjálfan mig og engan annan. Það er ein tilfinning sem mig langar til að upplifa og það er þessi hér
 
Þetta er myndband frá því að Katrín Eva yndislegi þjálfarinn minn vann sinn hæðarflokk á Arnold Classic. 
Finnst geðveikt að horfa á viðbrögðin hennar við því að heyra að hún sé sigurvegarinn.. one day vona ég að ég upplifi þessa tilfinningu..

Oft velti ég því fyrir mér hvernig í ósköpunum mér datt í hug að láta verða af þessu og hvað það var sem hélt mér gangandi, en það var nákvæmlega það að læra og gera alltaf betur næst sem hélt og heldur mér enn gangandi.
Ég vissi að þegar ég keppti í fyrsta skipti þá var ég ekki helmingurinn af því sem margar af hinum stelpunum var á því móti og það komu tímar sem mig langaði að leggjast í algjört vonleysi yfir sjálfri mér en það var ekki sjéns.. þetta var það sem ég var búin að æfa fyrir!
Og það var sigur fyrir sig að fara upp á sviðið og upplifa þessa adrenalín tilfinningu sem fylgir sviðinu!
Ef ég hefði ekki keppt á þessu móti, þá hefði ég aldrei séð hvað ég þyrfti að bæta og hvort að þetta væri eitthvað sem hentaði mér.
Að sjálfsögðu fylgdu þessu sögur sem ég lét sem vind um eyrun þjóta.. ég átti að vera með anorexíu og nefndu það.
 
Enn smá vottur af litlu hoknu spaghettireiminni hehe

Hvað geri ég næst? jú ég set allt í botn strax og byrja að vinna að bætingum og byrja að "bulka" eins og engin sé morgundagurinn.. Ekki beint það auðveldasta en þetta var það sem ég þurfti að gera ef ég ætlaði að ná árangri.
Í janúar tek ég Katríni þjálfarnn minn á orðinu og ég skrái mig til leiks í bikini flokki á Arnold Classic í Bandaríkjunum af öllum stöðum. Manneskja sem var ekki búin að afreka mikið í þessu sporti en árangurinn á líkamanum leyndi sér ekki, enda gaf ég mig alla í þetta.
Að sjálfsögðu heyrði ég líka að það væri fáranlegt að manneskja sem væri aldrei búin að ná árangri hérna heima, ætti ekkert erindi þarna út.. en ég hélt mínu striki og fór út með stórt fiðrildi í maganum og náði mínum besta árangri til þessa.


Eftir það kem ég heim og keppi 7 vikum seinna á Íslandsmótinu hér um pásakana og næ 4.sæti. Án efa eitt erfiðasta mót sem ég hef keppt á, enda miklar vætningar gerðar eftir að hafa farið út. Auðvitað halda sögurnar áfram og fæ ég þá að heyra hvað ég sé glötuð fyrir að ná ekki betri árangri hérna heima. 
Ég hefði alveg getað hætt þarna og orðið emokid en ég ætla ekki að láta það stoppa mig og nýtti ég mér það í sumar til að gera enn betur og vinna að því sem ég þurfti að vinna að.
Það getur engin tekið af mér þann árangur sem ég hef náð á mínum líkama, mér finnst það sjálfri sigur fyrir mig að fara úr því sem ég var í það sem ég er orðin núna:)
 
Þessi var tekin í gær.. 3 og hálf vika í Arnold Classic Europe:)

Nokkrir punktar:
*Gerðu þetta fyrir sjálfa ÞIG og engan annan.
*Það eru ekki margir sem ná palli í fyrsta skipti og oft þarf maður að vinna sig að toppnum.
*Hlustaðu bara á þinn þjálfara og ekki hlusta á hvað aðrir eru að gera, því það sem hentar Jónu út í bæ, hentar þér ekkert endilega.
*Þótt að þú sért þetta í fituprósentu og Jóna hitt þá mælir hennar þjálfari kannski öðruvísi, hún getur verið þyngri eða léttari (vöðvamassinn spilar líka mikinn þátt) og svo bera manneskjur hana á mismunandi hátt.
*Ekki vera spá hvernig aðrar stelpur líta út, veit að það er mjög erfitt.. en ertu að keppa fyrir þig eða þær?
*Gerðu þetta og hafðu gaman af:)
*Það er þvílíkt adrenalín kikk að stíga á sviðið og hugsa um alla erfiðis vinnuna sem þú ein ert búin a vinna fyrir.
*Ef þú ætlar að bíða með að keppa þangað til að þú ert fullkomin þá myndiru aldrei fara á svið. Það er alltaf hægt að bæta allt.
*Þetta er ótrúlega gaman þegar uppi er staðið, annars væri ég ekki enn þá í þessu.
*Það er geðveikt gaman að taka sig til fyrir sviðið:D

Og svona gæti ég haldið áfram að telja, megið endilega senda á mig mail á facebook eða formspring ef þú ert að fara taka þátt en ert í einhverjum vafa með sjálfa þig:)

Vona að þetta fái einhverjar til að hugsa sig um tvisvar!
Og já nenni ekki að svara einhverjum dónalegum og persónulegum spurningum á forsmpring, megið halda þeim fyrir ykkur;)

LUV Ale:*

15 ummæli:

 1. Góður pistill! :) Árangurinn leynir sér alls ekki, djöfulsins durga bak er þetta! Ert ekkert smá dugleg að afreka þessu öllu, og heldur áfram! :)

  SvaraEyða
 2. Geggjaður pistill!!! Sjúkar bætingar! Gangi þér ótrúlega vel á Arnold Europe!:*

  SvaraEyða
 3. Katrín Eva14/9/11 02:12

  VÁ Ale.. ég gæti skrifað öfga langa ræðu hér.. en ég held að þú skiljir best EITT STÓRT FEITT TAKK FYRIR að skrifa þetta !!

  ... ég kann ekki að skrifa svona stutt komment.. en ég bara verð.. þarf að halda áfram að vinna .. hehe..

  .. hendi þessu á píurnar :* takk svo mikið !!

  SvaraEyða
 4. Þú ert æðisleg, get ekki sagt neitt annað! Mikið fannst mér gott að lesa þetta :)

  SvaraEyða
 5. Ísabel :)14/9/11 11:33

  Ótrúlega flott færsla hjá þér elsku systir :) enda ertu ein dugnaðar manneskja og snillingur með meiru! <3

  SvaraEyða
 6. Þuríður14/9/11 12:16

  Heyrheyr!!
  Takk fyrir frábæra og uppbyggilegan pistil!!

  Engin smá árangru hjá þér!!! :)

  SvaraEyða
 7. Glæsilegur pistill, þú ert svo rosalega góð fyrirmynd Alexandra, og árangurinn þinn er rosalegur .. snillingur :)

  SvaraEyða
 8. Elín Rún Kristjánsdóttir14/9/11 17:33

  Æðisleg grein hjá þér Ale! :)

  Ég man eftir því í FÁ að þú talaðir um að þú vildir fara í Módel Fitness og ég er svo ánægð fyrir þína hönd að þú hafir skellt þér eftir allt saman, er ótrúlega ánægð með þig!! :) Og þvílíkur árangur!! Til hamingju!!

  SvaraEyða
 9. Linda Rós15/9/11 22:06

  Hrikalega góður árangur hjá þér, drullu flott bak og ég er viss um að þú stendur þig ógó vel úti ;)

  SvaraEyða
 10. Vá stelpur takk innilega fyrir falleg orð! Ég er alveg orðlaus!
  Þegar ég sá þessa mynd þá trúði ég varla að þetta væri bakið mitt, var í sjokki! Geðveikt að geta hvatt aðrar áfram, trúi ekki að ég sé að því:)
  Allt er hægt með viljanum!

  Þetta er það sem heldur mér gangandi..takkkkk aftur:*

  SvaraEyða
 11. Heyr heyr, vel skrifað hjá þér Ale og mikill sannleikur í þessu hjá þér ; ) Ég tek undir þakklæti með Katrínu Evu. Gangi þér svo vel á Arnold : )

  Kveðja
  Kristín

  SvaraEyða
 12. http://is.wikipedia.org/wiki/Katr%C3%ADn

  SvaraEyða
 13. Kristjana Margrét21/9/11 18:12

  Frábær pistill ! Og árángurinn gríðarlega flottur!
  Þú ert virkilega góð fyrirmynd! :)

  SvaraEyða
 14. Þú ert bara hvatning stelpa!
  Fyrirmynd út í rauðan dauðan....
  og ja svo rétt med þarna fullkomnuna... ENGINN er fullkominn Ranný kramer margfaldur meistari er enn ad bæta sig þvílíkt!
  Gangi þér vel sykur!

  SvaraEyða
 15. Þessi færsla er svo frábær og kemur mér alltaf í gírinn aftur þegar mér finnst allt vera orðið vonlaust!
  Ekkert smá flottur árangur hjá þér! :D

  SvaraEyða