29.8.11

Æfingadagbókin og meira til!

Það er spurning um að ég bloggi!
Er alltaf með milljón hugmyndir en veit aldrei hvað ég á að leyfa hverju bloggi að njóta sín lengi og svo er alveg mega mikið að gera hjá mér þessa dagana.
Ég er búin að vera á fullu í ræktinni eins og alltaf, mitt annað heimili fyrir og eftir vinnu. Þýðir ekkert nema keyra sig áfram á metnaðinum. 

Svo tók ég mjög stóra ákvörðun í sumar og ákvað að láta af störfum sem fastur starfsmaður í Make Up Store, búin að vinna þar í 2 og hálft ár og fannst tími til komin að breyta til, mun þó halda helgunum mínum þar áfram þar sem ég tími ekki alveg að segja skilið við Make Up Store:)
En það er sko hægara sagt en gert að finna vinnu í dag. Og alveg búið að vera stutt í hlátur og grátur í leit af nýrri vinnu.

Það eru samt vonandi góðir tímar framundan, ég trúi allavega að allt gerist fyrir ástæðu:)

Það sem mig langaði samt til að segja ykkur frá lesendur mínir góðir er frá æfingarhandbókinni sem var að koma út núna um daginn.
Snilldin ein!
Það er sem sagt dagbók sem þú getur fært inn matarvenjur þínar og haldið utan um æfingarnar þínar allar á einum stað.
Henni er dreift frítt í Perform.is, Sporthúsinu og World Class svo ég viti:)


Akkúrat gaman að opna hana og sjá Amino Energy auglýsinguna á fyrstu opnunni. Svo er lítið viðtal við mig lengra inn í bókinni:)

Ætla ekki að hafa þetta lengra, þangað til næst:)

LUV Ale:*

0 ummæli:

Skrifa ummæli