7.10.15

Byrjaðu daginn á volgu vatni


Ég held að það fari ekkert á milli mála, hversu mikilvægt og nauðsynlegt það er að drekka vatn yfir daginn, enda mikið brýnt á því. Meiri hluti líkamanns er vatn og kostir vatns eru ýmsir. Það veitir húðinni raka, sem er eitt mikilvægasta líffæri líkamans. Einnig aðstoðar það við að hreinsa líkamann og tryggir rétta líkamsstarfsemi. Svo tala ég nú ekki um að það er án hitaeininga og skemmir ekki glerjung tannanna, eins og svo margir drykkir.

Ég fylgist mikið með erlendum fitness stelpum og fitnessmódelum. Eins og áður hefur komið fram hér á blogginu mínu, er Miss Paige Hathaway svolítið þar í uppáhaldi. Hún er ein af þeim sem er alltaf í grjótuðu formi, algjör skvísa, ofurbomba og svo er hún ótrúlega dugleg að deila þekkingu sinni með öðrum.Getur fylgst með henni á Instagram hér
Snapchat: phfit

Og á facebook hér.

Ég sá hana einmitt tala um það á Snapchat um daginn að hún byrji daginn á því að fá sér líter af volgu vatni. Það gerir hún sirka 30-40 mínútum áður en hún fær sér morgunmat eða áður en hún fer í morgunbrennslu. Hún sagði ástæðuna fyrir því vera að það kæmi brennslunni af stað, stemmir magan og einnig að það aðstoði líkamann við meltinguna yfir daginn. Sem sagt nokkuð gott start inn í daginn !

Ég ákvað að sannreyna kenningu Miss Paige ,eftir að hafa lesið mér til á netinu. Þannig núna hef ég gert þetta mjög samvkiskusamlega í mánuð á hverjum morgni. Um leið og ég ríf mig á fætur liggur leiðin inn í eldhús, þar sem ég tek inn öll vítamín og slurka í mig tveimur vatnsglösum.Ég verð að segja að ég finn alveg gæfumunin. Mér líður mun betur í skrokknum og maganum. Ég og Ingibjörg sem ég vinn erum ekki frá því að það sé líka munur á húðinni minni eftir að ég byrjaði á þessu.

Mæli með því að prófa:)
Þetta er allavega komið í rútínuna hjá mér.
Svo má líka kreista smá sítrónu út í vatnið, en ég er ekki nógu fersk í slíkt mission klukkan 5:30 í morgunsárið.

Þangað til næst
LOVE ALE <3

2 ummæli:

 1. Hæ hæ,
  Væri mjög gaman að fá færslu um lífið á og eftir Decuban :-)

  SvaraEyða
  Svör
  1. hæhæ ef þú skoðar mest lesið hér til hliðar er grein um lífið á Decutan.
   En ég er ekki búin að klára, þrír dagar eftir :)
   Ætla að gefa mér smá tíma í að skrifa eftir það..
   Stay tuned !

   Eyða