8.8.14

Mikil gleði, Eyjar og gaman

Ég veit varla hvar ég á að byrja þessa færslu...

Seinustu vikur hafa verið mjög mikið ævintýri og þvílík upplifun, á bæði góðan og slæman hátt, en alltaf er maður reynslunni ríkari.
Svoleiðis gerir þegar maður stígur út fyrir þægindaramman sjáðu til :)
Það er MJÖG STÓRT skref fyrir manneskju sem eeeelskar rútínuna sína.


Ég var komin á svo gott ról með bloggið að ég var hálf svekkt að komast ekki í að skrifa meira ,en lífið kemur stundum upp á, þannig er það bara og eftir allt er ég hér núna :D
Ég veit allavega að ég á svo ótrúlega mikið af góðum vinkonum í kringum mig og ég er svo sannarlega búin að njóta með þeim seinustu daga og vikur.

Seinustu helgina í júlí slógum við systurnar til smá gleðskapar með samansafni af öllum okkar yndislegu og bestustu vinkonum, það vantaði reyndar nokkrar í crowdið, en næst þegar við gerumst flippkisar geta þær vonandi joinað okkur í gleðinni.
Það sem mér fannst líka ótrúlega gaman er að Katrín mætti því hún er ein af mínum allra allra bestu vinkonum.
Samt höfðum við ALDREI djammað saman á öllum þessum fjórum árum sem við höfum þekkst, annaðhvort hefur hún verið ólétt eða ég köttur fyrir mót.
Það var því tími til komin að detta í dólg saman!


Það sem mér þykir vænt um allar þessar <3

Í millitíðinni frá seinasta bloggi mætti ég líka í eitt stk Butlift tíma, sem var ekki neinn venjulegur slíkur tími heldur var hann haldin af henni Aldísi minni sem er búin að ná skuggalega flottum árangri hjá okkur í Betri Árangri.
Mér leið eins og stoltri móður þarna haha..
Alveg virkilega gaman að leyfa egginu að kenna hænunni og vona ég að hún muni verða reglulegur kennari í Sporthúsinu.


AÐ sjálfsögðu báðar í bleiku.. GIRL POWER <3

Það sem stendur svona einna mest upp úr er svo mesta FLIPPKISA ákvörðun lífs míns, sem ég hefði fyrir korteri síðan ekki trúað mér til þess að gera.
Ég ætlaði að eiga rómantískan föstudag með sjálfri mér og tríta mig í döðlur með plokkun og litun hjá Rósu minni og svo litun hjá Auði minni...
Kvöldinu áður datt hinsvegar systir minni í hug að taka skyndiákvörðun að fara til Eyja á Þjóðhátíð, við sem höfum ætlað að eiga kósý helgi.
Stuttu seinna var ég allt í einu líka komin með miða í hendurnar í þriggja daga dólgun til Eyja og enga gistingu ,en við litum bara á það sem seinnitíma vandamál.Byrjaði daginn á að breyta hárlitnum í svona karamellu blonde.. flippákvörðun #2 en er mega sátt með þá breytingu :D
Svo smelltum við okkur í Eyjashopping.. pollagallar, veskur, nesti og keyrðum þessar Eyjar í gang !!
Redduðum okkur samt gistingu í Herjólfi sem var mesta snilld í heimi og kynntumst þar af leiðandi fullt af skemmtilegu fólki.

Það var svo ótrúlega mikið gaman að það hálfa væri nóg, alveg upplifun fyrir sig !
Þótti líka ótrúlega vænt um að það voru fleiri sem ákváðu að taka skyndiákvarðanir því á sunnudeginum mættu Katrín og Maggi ásamt Benna á svæðið og Lára ein besta vinkona mín.
Það gladdi mitt litla hjarta svo sannarlega :*


Það sýndi sig og sannaði að það er algjör nauðsyn að stíga út fyrir þægindaramman og gerast flippkisi endrum og eins.
Endaði reyndar með brotna tönn (datt gæji á mig í brekkunni), var ógeðslega illa sofin, þráði ekkert heitar en rúmið mitt, hélt ég myndi breytast í Sommersby og fleira skemmtilegt...
En allt fyrir smá gleði og upplifun ! :D
Kynntist líka ótrúlega góðu og skemmtilegu fólki og mun þessi helgi standa uppi í minningunni <3


Af því að ég er nú að blogga þá.. verð ég náttúrlega að koma með eitthvað gúrm líka.
Smakkaði nefnilega eina mest DJÚSÍ súkkulaðiköku i heimi.
Ég náttúrlega ELSKA súkkulaðikökur og þessi fer á TOP 3.
Fékk hana í hvíta tjaldinu hjá systkinum hennar Katrínar, systir hennar hafði græjað dýrindis veitingar fyrir tjaldið og deildi með mér uppskriftinni.
Þarf að baka hana helst í gær og deili henni með ykkur af eldhussogum HÉR.


COME TO MAMA !!

YAY hvað ég er ánægð að það er loksins komið inn NÝTT og ferskt blogg.
Þetta gamla var orðið úr sér gengið.
Ale er back in the game!
Þangað til næst

LOVE ALE
<3

1 ummæli: