25.10.11

Gleði gleði!

Já það er svooo mikil gleði hér á bæ víjj! :D

Eftir að ég tók þá erfiðu ákvörðun að hætta í fullri vinnu í Make Up Store hélt ég að það væri ekkert mál fyrir lítinn metnaðarfullan nagg að finna vinnu, en ég komst að því að sú væri ekki raunin. Ég hélt samt í vonina og ég trúi því að þegar einar dyr lokast opnast aðrar. 

Það tók smá tíma svo í millitíðinni ákvað ég að það þýddi nú ekki að sitja og hafa ekki neitt fyrir stafni - ekki það að ég var ekki að gera neitt, en ég fann að það vantaði eitthvað.. Svo ég ákvað að sækja um í einkaþjálfaranámið í World Class!

Mikið hefur gerst síðan þá og byrjaði ég í skólanum núna í haust. 
Í millitíðinni er ég búin að reyna að finna mig í tveimur vinnum en það var ekki að gerast og ég upplifði hálfgert vonleysi.

Þangað til núna um helgina þegar Katrín Eva besti þjálfari sem hægt er að hugsa sér, bauð mér að gerast þjálfari í fjarþjálfun hennar og mannsins hennar, Betri Árangur :)
Ég var sko ekki lengi að samþykkja það boð, enda þvílíkur heiður að fá að vera hluti af því.

Ég litla spaghettireimin hefði ekki órað fyrir ári síðan að vera stödd þar sem ég er í dag og árangrinum sem ég hef náð á bæði líkamlega,andlega og þekkingalega séð.
Enda á hún Katrín mestan hluta í þessu öllu saman, ég er ekkert smá ánægð með að hafa labbað inn til hennar hokin lítil rækja haha!

Síðastliðið ár hefur hún ekki getað opnað fyrir umsóknir sökum mikillar aðsóknar en við vonumst nú til að geta saman sinnt þeim umsóknum sem koma til okkar og læt ég því link á grein sem hún var að setja inn í sambandi við þetta fljóta með:)

Getið lesið hana hér !

Margsannar sig að það er bannað að gefast upp, kemur alltaf eitthvað betra á endanum..
ég vil allavega trúa því :)


LUV Ale:*

4 ummæli:

 1. Þú ert svo mikið mega babe :D og ekki leiðinlegt að fá þig með í þjálfunnina !! enda ertu með hasarkropp sem flestar stelpur sækjast efir

  SvaraEyða
 2. Geggjað innilega til hamingju skvís:)

  SvaraEyða
 3. Vá til hamingju með þetta Ale ! :D

  SvaraEyða
 4. Vá æðislegt, innilega til hamingju með þetta ;) verður örugglega ótrúlega gaman!

  SvaraEyða