1.11.11

Það er kominn nóvember

Svei mér þá hvað tíminn er fljótur að líða, það er sko kominn nóvember, enda sér maður það í ræktinni.. fullt af brúnum köttum þar á ferð!
..Enda eru núna eru einungis nokkrir dagar í fyrsta fitness mót haustsins á vegum WBFF og 2 og hálf vika í mótið á vegum IFBB!

Ég er alveg mega spennt fyrir þessum mótum og hlakka til að sjá! Aldrei sem þáttakan hefur verið svona mikil hér á landi - þetta átti líka við seinast en áfram heldur íþróttin að stækka og að fjölga í sportinu, sem er frábært!

Verður gaman að sjá muninn á nýja mótinu WBFF, en þar munu stelpurnar koma fram í síðkjólum og búningum svo eitthvað sé nefnt!

Annars er ég bara fersk og alltaf jafn dugleg í ræktinni.. luv it!
Enda alltaf hægt að bæta sig meira.. ný markmið!
Einu sinni fannst mér alltaf skemmtilegast að lyfta hendur, þar sem það var nú vitað mál að mínar veittu ekki af því að stækka smá  haha! 
En þar sem þær eru komnar á gott ról fór ég að einbeita mér að því að fá flottan ham og rass, hvaða stelpa vill ekki vera með þannig!?!

 Ingrid Romero með svæsið flottan rass!

Þannig nýja uppáhalds æfingin mín eru hnébeygjur.. sérstaklega líka því ég kann hana núna og er búin að mastera þær með aðstoð frá þeim bestu Katríni og Magga :D

Basic ræktarklæðnaður!
Hef voða fátt að segja þessa stundina er bara á fullu að læra og vinna - enda brjálað að gera í umsóknunum hjá okkur Katríni sem er ekkert nema gaman:)

Svo þar sem það er að styttast í jólin þá get ég ekki beðið eftir jólajógúrtinu!! 
Vá hvað það verður mikil gleði hjá mér þegar það kemur í verslanir!! 
*getekkibeðið* víjjjj!
Man þegar ég keppti í fyrsta skipti fyrir ári síðan, þá var ég gellan með jólajógúrt og Cheerios á bakvið til að fá mér eftir mótið.. flottust! hehe



<3

Annars ætlaði ég bara að hafa þetta stutt, best að henda sér í bælið.. varð bara að blogga í nýju fallegu tölvunni minni - enda mikið fyrir henni haft, búin að fórna shopping spree á Spáni fyrir kvikindið og ég veit ekki hvað.. haha

LUV Ale:*

2 ummæli:

  1. Vá ég væri sko alveg til í að elska hnébeygjur ! he he he he.... En sambandi við keppnirnar í nóvember, mig langar að fylgjast með ifbb ! Hvar kaupi ég miða ? Og hvort er maður að fara að horfa á forkeppnina eða úrslit ? Sá að þetta er á mjög ólíkum tíma :)

    Kv. Tanja Mist

    SvaraEyða
  2. http://fitness.is/modules/PagEd/pictures/BannerBikarmot2011_1200.jpg

    :)

    SvaraEyða