22.2.16

Amino Energy hugleiðingar Ræktardurgsins


Það ætlaði allt á annan endan á Snapchatinu mínu í seinustu viku þegar ég setti í My Story að ég hafði nælt mér í nýjasta bragðið af Amino Energy, Blueberry Lime Mohito. Það voru margir einstaklega forvitnir um hvernig það smakkaðist. Það skapast alltaf smá stemming í kringum nýju brögðin og ég viðurkenni að mér finnst mjög gaman að smakka nýtt.. Ungfrú nýjungagjörn.
Það var því mjög gaman að sjá þegar ég efndi til leiks þar ásamt Pure Performance, hversu mörgum langaði til þess að næla sér í dunk.

Ég gleymi því aldrei þegar ég smakkaði þetta fyrst, þá algjör spaghettireim og þorði ekki að snerta neitt orkugefandi nema Magic, sem ég var háð. En eftir að ég smakkaði svoAmino Energy, var Magic settur á hilluna og Amino Energy hefur tekið völdin.

Mér fannst því mjög gaman þegar ég fékk að vera andlit Amino Energy, fyndið að skoða í gegnum þær myndir.Fyrsta árið sem ég var að keppa, lítil spagó árið 2011


Orðin Ræktardurgur árið 2013, með dökkt hár og farin að keppa í fitness


Þessi er frá árinu 2015 þegar ég hafði fært mig aftur yfir í módelfitness.
 
Til að byrja með var fjólublár (grapefruit) minn uppáhalds, finnst hann bragðast eins og Skittles. Í seinni tíð á hinsvegar sá rauði (fruitfusion) átt hug minn allan og finnst mér fátt betra en að byrja daginn á slíkri blöndu og keyra daginn í gang. Mér finnst einstakleg gott að að blanda mér hann og geyma í frysti meðan ég klæði mig í ræktarfötin og geri mig tilbúna fyrir æfingu.


Ég drekk ekki kaffi þannig að ef að mig vantar orku eða er með smá sætindalöngun seinnipart dagsins, fæ ég mér stundum aftur aðeins léttari blöndu en fyrripart dagsins.

EN að máli málanna.. hvernig finnst mér nýjasta bragðið??
Mér finnst það mjög bragðgott og frískandi, minnir mig smá á Pez. Það er alveg extra gott með smá krapi í. Annars myndi ég segja að Fruit Fusion eigi hug minn allan og þar á eftir kemur Orange, Pinapple og þessi nýji.


Rauður er alltaf til á mínu heimili hehe..

Þangað til næst,
Ale <3

0 ummæli:

Skrifa ummæli