11.7.12

Moootivation

Fór í ræktina um daginn til að horfa á Kraftasport sem er þáttur á stöð 2 sport þar sem var meðal annars verið að sýna frá Arnold Classic USA um daginn.
Viðtöl við okkur stelpurnar sem fórum og sýna frá því þegar við vorum á sviðinu og svona.. 
Ég var einn lítill naggur á skíðavélinni brosandi út að eyrum með gæsahúð!
Mikið væri ég til í að upplifa þetta aftur og bara að fara upp á sviðið.. sú tilfinning er ólýsanleg..
Komst alveg í þvílíkan
keppnisanda :D
víjj

Hér er akkúrat smá brot af því þegar Aðalheiður og Dagbjört voru upp á sviðinu :)
Annars ætlaði ég að blogga um svo mikið en er bara einum of spennt að skella þessu bloggi inn sem ég hef beðið eftir að græja hér inn.. er alltaf búin að vera fylgjast með hvort það sé komin listi fyrir þær skvísur sem hafa unnið sér inn réttinn til að keppa á MR. OLYMPIA sem er stærsta keppnin í þessum heimi..
Yfirleitt þarf viðkomandi að vinna eitthvað mót til að eignast réttinn á að keppa á slíku móti og að sjálfsögðu að vera pro.


Haldin eru ýmisleg mót út í heimi sem hægt er að vinna inn procard.. þó meira í Bandaríkjunum en í Evrópu..
Það væri sko ekki leiðinlegt að fá einhverntíman að vinna sér inn þann heiður að stíga á sviðið í Las Vegas!Einhverstaðar las ég að maður ætti að þora að láta sig dreyma hið ómögulega híhí :)

Mótið verður haldið helgina 27.september - 30.september..
Á akkúrat afmæli 30.september.. nú veit ég hvað ég vil fá í afmælisjöf.. horfa á mótið live ;)
Það verður þó sýnt á netinu, mun pósta inn link þegar nær dregur.
Þetta er ekki síður leiðinlegt fyrir strákana þar sem allir helstu vaxtarræktar gæjarnir mæta líka og er þetta einn eftirsóttasti titillinn..

Ætla ekki að blaðra lengur heldur leyfa myndunum að tala :)

Byrjum á Bikini stelpunum sem eru 24 talsins og í næsta mun ég skella þeim sem keppa í figure !


Stacey Alexander


Jennifer Andrews


Jaime Baird


Tiffany Marie Boydston


Abbie Burrows


Vanessa Campbell


Nicole Coleman


Dianna Dahlgren


Juliana Daniell


Tawna Eubanks


Sonia Gonzales (vann Arnold Classic bikini 2012)


Candyce Graham


Diana Graham (úff þessi brjóst, eða handboltar þarna framan á)


Amanda Latona


Nathalia Melo


Nicole Moneer


Pollianna Moss


Nicole Nagrani ( vann Olympia 2011 )


India Isabel Paulino


Natalie Pennington


Tianna TaBrittany Tacy


Skye Taylor


Christina Vargas

Það væri gaman ef þið mynduð kommenta hver ykkur finnst flottust? :D

Figure stelpurnar eru svo í næsta bloggi ;)

LUV ALE :*

13 ummæli:

 1. Mèr finnst Tianna Ta, Nagrani og Melo geggjaðar

  SvaraEyða
 2. Christina Vargas finnst mér vera mjög flott :)

  SvaraEyða
 3. Mér finnst Tianna Ta sjúklega flott :)

  SvaraEyða
 4. Væri til í handleggina hennar Vanessu Campbell! Annars Polliana Moss og Tianna Ta :)

  SvaraEyða
 5. Vúbbí!! Spennó! Held að þessar séu top 3 hjá mér :) 1. Nathalia Melo, 2. Vanessa Campbell, 3. Abbie Burrows,

  SvaraEyða
 6. Eyrún Helga11/7/12 12:13

  vááá, sjuklega flottar píur, má ég halda með þeim öllum?? uhhh....

  Mér finnst Vanessa Campbell sjúk!! váávává..

  og... WOW..Abbie Burrows !!!!!! http://img002.lazygirls.info/people/abbie_burrows/abbie_burrows_2_LzRLSWr.sized.jpg

  og eigum við að ræða Nathalia Melo!! wow!! (þessi rass) http://3.bp.blogspot.com/-bRXg65guWhc/TVpjyYxhwkI/AAAAAAAAAF0/HKrq3zRBIwU/s1600/nathalia.jpg

  ..og Polliana Moss !! heeeeví flott <3

  SvaraEyða
 7. Vanessa Campbell og Nicole Nagrani! sjúúúkar :)Amanda Latona líka mjög flott!

  SvaraEyða
 8. Haha Eyrún mátt halda með öllum nema þessi Nicole Coleman er ekki flott..

  Vanessa Campbell er með sjúklega flottan kropp en væri til í að sílisera hana, var að skoða myndir og mig langar að mála hana og laga á henni hárið haha..

  Nagrani er með þvílíka sviðsframkonu líka en Amanda Latona svo mikil BOMBA ! :D

  Erfitt að gera upp á milli allra úff

  SvaraEyða
 9. Amanda Latona og Nathalia Melo alltaf uppáhalds !!
  en finnst Vanessa Campbell sjúklega flott (nema hárið) og Tianna Ta og Polliana Moss og bara flest allar þarna eru ekkert smá flottar!
  Verður gaman að sjá hvernig þetta fer, en þetta verður hörð keppni! :D

  Maður lætur sig dreyma um að einn daginn....:P

  SvaraEyða
 10. Eyrún Helga11/7/12 15:54

  hahaha algjörlega sammála þér Ale!!! við Eva vorum einmitt að ræða þetta áðan!! ENNNN Aleee! ..sendu henni mail : "Mér finnst þú vera pínu sjúskuð.. má ég laga?" - og eftir smá Ale-makeover..þá er hún klárlega með allan pakkann !! ;)

  SvaraEyða
 11. Ísabel :))11/7/12 22:00

  Ojjbarasta hvað þær eru flestar vangefið flottar maður!! , langar að keppa ASAP þegar ég skoða myndirnar! flott blogg eins og alltaf elsku systir :))

  SvaraEyða
 12. Karen Lind Richardsdóttir12/7/12 15:12

  Vanessa Campbell er geðsjúk!
  en Amanda Latona er alltaf í uppáhaldi!!! luv her ass!!

  SvaraEyða
 13. Hahaha ég tek hana í makeover frítt.. sponsana!
  Splæsa smá hárlengingar líka.. þetta kemur manni í gírinn :D

  SvaraEyða